Sundparið Erla Dögg Haraldsdóttir og Árni Már Árnason bættu bæði Íslandsmet í 50 metra bringusundi á Sparisjóðsmóti ÍRB í kvöld.
Erla Dögg Haraldsdóttir byrjaði á því að bæta Íslandsmet Hrafnhildar Lúthersdóttir í 50 metra bringusundi. Erla Dögg synti á 31,61 sekúndum sem er 6/10 úr sekúndu betri tíma en Hrafnhildur synti í nóvember 2008.
Árni Már bætti strax á eftir met Jakobs Jóhanns Sveinsson í sömu grein þegar hann synti á 50 metra bringusund á 27,52 sekúndum. Met Jakobs var síðan í nóvember 2008 og bætti Árni það um rúmlega 3/10 úr sekúndu.
Árni Már og Erla Dögg voru bæði við nám í Old Dominion háskólanum í Bandaríkjunum í vetur og eru greinilega í góðu formi en framundan er keppni á Smáþjóðaleikunum á Kýður.