Tenniskappinn Rafael Nadal hefur keppni á morgun á Opna-bandaríska meistaramótinu á morgun en Spánverjinn er nýbúinn að jafna sig á erfiðum hnémeiðslum sem héldu honum til að mynda frá keppni á Wimbledon-mótinu fyrr í sumar.
Nadal, sem var um tíma í efsta sæti á styrkleikalista tennisspilara, á því ekki von á því að hann verði upp á sitt besta á Opna-bandaríska meistaramótinu.
„Ef ég myndi vinna þetta mót þá yrði það eflaust ótrúleg upplifun en ég er ekkert að hugsa um það núna. Ég er ekki í mínu besta spilaformi og á líklega talsvert í land með að ná fyrri styrk en við skulum sjá til," sagði Nadal sem mætir Richard Gasquet í fyrstu viðureign sinni í mótinu.