Stórsókn gegn Talíbönum Guðjón Helgason skrifar 8. maí 2009 11:55 Íbúar í Mingora, höfuðstað Swat-dals í norðvestur Pakistan, að leggja á flótta vegna átaka þar nærri. MYND/AP Mörg hundruð þúsund íbúar hafa lagt á flótta frá átakasvæðum í norðvestur Pakistan. Þarlend stjórnvöld hófu í gær stórsókn gegn Talíbönum nærri landamærunum að Afganistan. Allt stefnir í einn mesta flóttamannastraum heims um leið og miklir og jafnvel langvinnir bardagar eru að hefjast í Pakistan. Yusuf Raza Gilani, forsætisráðherra Pakistans, tilkynnti í sjónvarpsávarpi í gærkvöldi að uppræta ætti sveitir herskárra í landinu. Þar með mun hafin stórsókn gegn Talíbönum og liðsmönnum al Kaída í landinu en ríkisstjórn Pakistans hafði þar til fyrir skömmu reynt að friðmælast við Talíbanana úr þeim hópi. Samið var að Talíbanar fengju Swat-dal í norð-vestur Pakistan nærri landamærunum að Afganistan og gætu tekið upp íslömsk sharía-lög þar. Talíbanar héldu siðan áfram að leggja undir sig landsvæði og fór að nálgast höfuðborgina Íslamabad. Árásir hófust í morgun. Sprengjum hefur verið varpað á mörg skotmörk á svæðinu og landhernaður hafinn. Talsmaður pakistanska hersins segir útlit fyrir að sóknin verði lagnvinn því herskáir hópar í Swat-dal hafi haft tíma til að koma sér fyrir og styrkja stöðu sína meðan reynt var að semja um frið. Talíbanar og liðsmenn al-Kaída hafi náð að losa sig við stuðningsmenn stjórnvalda á svæðinu og rekið langflesta úr þeim hópi á flótta. Swat-dalur og nærliggjandi svæði sé draumastaðurinn fyrir skæruliða til að verjast enda sé það erfitt yfirferðar og víða geti leyniskyttur falið sig. Pakistanski stjórnarherinn nái sigri í stóru orrustunum í fyrstu en það sem komi á eftir valdi áhyggjum. Fréttaritari BBC í Pakistan segir þarlend stjórnvöld sannfærð um að þau hafi stuðning almennings við aðgerðirnar en það geti breyttst ef margir almennir borgarar falli. Talið er að um 200 þúsund manns hafi flúið Swat-dal aðeins á allra síðustu sólahringum og í heildina hafi hátt í ein milljón manna lagt á flótta síða í ágúst í fyrra. Hjálparasamtök vara við að einhver mest flóttamannavandi í heimi sé nú að skapast í Pakistan og hjálpar sé þörf. Gilani hefur óskað eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins svo hjálpa megi flóttafólkinu. Starfsmenn alþjóðlegra hjálparsamtaka segja ástandið hörmulegt. Margir hafi lagt á flótta með stuttum fyrirvara, fólk hafi orði viðskila við ættingja og vini og þörf sé á áfallahjálp ekki síður en mat og lyfjum. Erlent Fréttir Mest lesið „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Formlegar viðræður hafnar Innlent Afturkallar öryggisheimildir Biden Erlent Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Innlent Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Innlent Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Innlent Heidelberg skoðar nú Húsavík Innlent Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Innlent Fleiri fréttir Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Sjá meira
Mörg hundruð þúsund íbúar hafa lagt á flótta frá átakasvæðum í norðvestur Pakistan. Þarlend stjórnvöld hófu í gær stórsókn gegn Talíbönum nærri landamærunum að Afganistan. Allt stefnir í einn mesta flóttamannastraum heims um leið og miklir og jafnvel langvinnir bardagar eru að hefjast í Pakistan. Yusuf Raza Gilani, forsætisráðherra Pakistans, tilkynnti í sjónvarpsávarpi í gærkvöldi að uppræta ætti sveitir herskárra í landinu. Þar með mun hafin stórsókn gegn Talíbönum og liðsmönnum al Kaída í landinu en ríkisstjórn Pakistans hafði þar til fyrir skömmu reynt að friðmælast við Talíbanana úr þeim hópi. Samið var að Talíbanar fengju Swat-dal í norð-vestur Pakistan nærri landamærunum að Afganistan og gætu tekið upp íslömsk sharía-lög þar. Talíbanar héldu siðan áfram að leggja undir sig landsvæði og fór að nálgast höfuðborgina Íslamabad. Árásir hófust í morgun. Sprengjum hefur verið varpað á mörg skotmörk á svæðinu og landhernaður hafinn. Talsmaður pakistanska hersins segir útlit fyrir að sóknin verði lagnvinn því herskáir hópar í Swat-dal hafi haft tíma til að koma sér fyrir og styrkja stöðu sína meðan reynt var að semja um frið. Talíbanar og liðsmenn al-Kaída hafi náð að losa sig við stuðningsmenn stjórnvalda á svæðinu og rekið langflesta úr þeim hópi á flótta. Swat-dalur og nærliggjandi svæði sé draumastaðurinn fyrir skæruliða til að verjast enda sé það erfitt yfirferðar og víða geti leyniskyttur falið sig. Pakistanski stjórnarherinn nái sigri í stóru orrustunum í fyrstu en það sem komi á eftir valdi áhyggjum. Fréttaritari BBC í Pakistan segir þarlend stjórnvöld sannfærð um að þau hafi stuðning almennings við aðgerðirnar en það geti breyttst ef margir almennir borgarar falli. Talið er að um 200 þúsund manns hafi flúið Swat-dal aðeins á allra síðustu sólahringum og í heildina hafi hátt í ein milljón manna lagt á flótta síða í ágúst í fyrra. Hjálparasamtök vara við að einhver mest flóttamannavandi í heimi sé nú að skapast í Pakistan og hjálpar sé þörf. Gilani hefur óskað eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins svo hjálpa megi flóttafólkinu. Starfsmenn alþjóðlegra hjálparsamtaka segja ástandið hörmulegt. Margir hafi lagt á flótta með stuttum fyrirvara, fólk hafi orði viðskila við ættingja og vini og þörf sé á áfallahjálp ekki síður en mat og lyfjum.
Erlent Fréttir Mest lesið „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Formlegar viðræður hafnar Innlent Afturkallar öryggisheimildir Biden Erlent Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Innlent Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Innlent Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Innlent Heidelberg skoðar nú Húsavík Innlent Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Innlent Fleiri fréttir Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Sjá meira