Hvað skiptir máli? Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar 14. desember 2009 06:00 Starfs- og launaumhverfi borgarfulltrúa er með þeim hætti að draga má í efa að þunginn í starfi borgarfulltrúa sé í eðlilegu samhengi við það sem þeir eru kjörnir til að gera. Í hnotskurn helgast þetta af því að greiðslur fyrir setu í fagráðum, m.a. menntaráði eða velferðarráði, eru minni en greiðslur fyrir stjórnarsetu í fyrirtækjum borgarinnar. Í þessu felast alvarlegar brotalamir sem eiga rætur sínar að rekja til stjórnkerfisbreytinga R-listans sáluga og vekja spurningar um til hvaða verka borgarfulltrúar eru kjörnir, hvaða verkefnum þeir sinna og hvernig þeim eru greidd laun. Fimmtán borgarfulltrúar stýra borginni með setu í ráðum borgarinnar auk setu í stjórnum þeirra fyrirtækja og stofnana sem borgin ber ábyrgð á. Fagráðin eru tíu talsins og mynda kjarna um vinnu borgarfulltrúa, þ.e.a.s. þau verkefni sem flestir borgarbúar hafa í huga þegar þeir velja sér borgarfulltrúa í kosningum. Undir fagráðin falla umhverfis- og samgöngumál, skólamál, velferðarmál og fleira Sjálf borgarstjórn tekur lokaákvarðanir og þar ræða borgarfulltrúar ákvarðanir í ráðum og fylgja málum úr hlaði. Þessu til viðbótar sitja borgarfulltrúar í ýmsum stjórnum fyrirtækja og stofnana borgarinnar. Þær eru fjölmargar, m.a. stjórnir Orkuveitunnar, Faxaflóahafna, Strætó, hjúkrunarheimila og skíðasvæða. Helsti munurinn á fagráðum og stjórnum er sá að skatttekjur borgarinnar fara beint í rekstur sem fellur undir fagráðin en starfsemi sem fellur undir stjórnir á að standa að mestu leyti undir sér. Stjórnkerfi borgarinnar var umturnað 2005 undir forystu Dags B. Eggertssonar. Gamla skipulag borgarinnar var lagt af og heiti eins og borgarritari, borgarverkfræðingur og menningarstjóri voru aflögð. Á móti urðu til svið og sviðsstjórar sem mynda núverandi skipulag. Breytingin fól í sér að fjölga í fagráðum úr 3-5 fulltrúum í 7 fulltrúa. Þetta þýðir að sjötíu kjörnir fulltrúar og sjötíu til vara eru kjörnir í fagráð en einnig sitja hvern fund starfsmenn og áheyrnarfulltrúar og sitja þar af leiðandi allt upp í tuttugu manns fundi. Þá eru ótaldir fulltrúar í stjórnum. Tilgangur breytinganna var meðal annars betri nýting fjármuna og jafnari laun borgarfulltrúa. Því átti að ná fram með því að setja þak á fjölda fagráða sem borgarfulltrúi gat fengið greitt fyrir. Reglan er sú að borgarfulltrúar eiga að sitja í tveimur fagráðum til að halda fullum launum og hækka ekki ef þeir setjast í fleiri fagráð (til dæmis í það þriðja). Eins er aðeins greitt álag fyrir formennsku í einu ráði. Þetta átti að tryggja að einstakir borgarfulltrúar gætu ekki raðað á sig nefndum og fengið greitt meira en aðrir. Reynslan sýnir að vandamálið hvarf ekki heldur færðist til. Í flestum stjórnum utan fagráða er nefnilega greitt sérstaklega fyrir stjórnarsetu og er í sumum tilfellum um umtalsverðar upphæðir að ræða. Breytingarnar hafa því haft þau áhrif að stjórnkerfið hvetur borgarfulltrúa til að sinna verkefnum að lágmarki í fagráðum en sækja viðbótarlaun í stjórnum utan ráðhússins. Annað markmið með stjórnkerfisbreytingunum var að auka lýðræðislega stjórnunarhætti. Af framansögðu má ráða að þessu markmiði hafi heldur ekki verið náð. Þróunin hefur þau áhrif að inni í borgarstjórn eru afar fáir fulltrúar til að tala máli fagráða borgarinnar. Kjörnum fulltrúum í fagráðum hefur fækkað mjög hlutfallslega enda erfitt að raða fimmtán manna borgarstjórn í sjötíu sæti fagráða. Til dæmis var ég sem formaður í umhverfis- og samgönguráði eini borgarfulltrúinn í ráðinu. Þetta á við um fleiri fagráð. Í stjórn Faxaflóahafna eru hins vegar fjórir af fimm stjórnarmönnum borgarfulltrúar. Staðan er því sú að fagráðin, sem eru grunnhluti þeirrar vinnu sem borgarfulltrúar eiga að inna af hendi, líða fyrir skipulagið. Þetta er afleitt og er ekki til að auka lýðræðislega umræðu eins og var markmiðið. Það er mikilvægt að ræða ókosti stjórnkerfisbreytinga borgarinnar út frá siðferðislegu og fjárhagslegu sjónarmiði. Í núverandi fyrirkomulagi felst óhagræði sem verður að laga þar sem það getur ekki verið borgarbúum í hag að borgarfulltrúar hafi sterka fjárhagslega hagsmuni af því að leita í önnur verkefni en þau sem koma borgarbúum mest við. Núverandi fyrirkomulag leiðir til þess að margir borgarfulltrúar hafa of mikið af verkefnum á sinni könnu sem tengjast ekki fagráðunum og þeim verkefnum sem þeir voru kosnir til að sinna. Umræðan um fjölgun borgarfulltrúa er vissulega þörf í þessu samhengi en ekki fyrr en búið er að vinna markvisst að breytingum á núverandi stjórnkerfi þar sem lagt er upp með að kjörnir fulltrúar sinni sem best forgangsverkefnum borgarinnar. Höfundur er borgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Starfs- og launaumhverfi borgarfulltrúa er með þeim hætti að draga má í efa að þunginn í starfi borgarfulltrúa sé í eðlilegu samhengi við það sem þeir eru kjörnir til að gera. Í hnotskurn helgast þetta af því að greiðslur fyrir setu í fagráðum, m.a. menntaráði eða velferðarráði, eru minni en greiðslur fyrir stjórnarsetu í fyrirtækjum borgarinnar. Í þessu felast alvarlegar brotalamir sem eiga rætur sínar að rekja til stjórnkerfisbreytinga R-listans sáluga og vekja spurningar um til hvaða verka borgarfulltrúar eru kjörnir, hvaða verkefnum þeir sinna og hvernig þeim eru greidd laun. Fimmtán borgarfulltrúar stýra borginni með setu í ráðum borgarinnar auk setu í stjórnum þeirra fyrirtækja og stofnana sem borgin ber ábyrgð á. Fagráðin eru tíu talsins og mynda kjarna um vinnu borgarfulltrúa, þ.e.a.s. þau verkefni sem flestir borgarbúar hafa í huga þegar þeir velja sér borgarfulltrúa í kosningum. Undir fagráðin falla umhverfis- og samgöngumál, skólamál, velferðarmál og fleira Sjálf borgarstjórn tekur lokaákvarðanir og þar ræða borgarfulltrúar ákvarðanir í ráðum og fylgja málum úr hlaði. Þessu til viðbótar sitja borgarfulltrúar í ýmsum stjórnum fyrirtækja og stofnana borgarinnar. Þær eru fjölmargar, m.a. stjórnir Orkuveitunnar, Faxaflóahafna, Strætó, hjúkrunarheimila og skíðasvæða. Helsti munurinn á fagráðum og stjórnum er sá að skatttekjur borgarinnar fara beint í rekstur sem fellur undir fagráðin en starfsemi sem fellur undir stjórnir á að standa að mestu leyti undir sér. Stjórnkerfi borgarinnar var umturnað 2005 undir forystu Dags B. Eggertssonar. Gamla skipulag borgarinnar var lagt af og heiti eins og borgarritari, borgarverkfræðingur og menningarstjóri voru aflögð. Á móti urðu til svið og sviðsstjórar sem mynda núverandi skipulag. Breytingin fól í sér að fjölga í fagráðum úr 3-5 fulltrúum í 7 fulltrúa. Þetta þýðir að sjötíu kjörnir fulltrúar og sjötíu til vara eru kjörnir í fagráð en einnig sitja hvern fund starfsmenn og áheyrnarfulltrúar og sitja þar af leiðandi allt upp í tuttugu manns fundi. Þá eru ótaldir fulltrúar í stjórnum. Tilgangur breytinganna var meðal annars betri nýting fjármuna og jafnari laun borgarfulltrúa. Því átti að ná fram með því að setja þak á fjölda fagráða sem borgarfulltrúi gat fengið greitt fyrir. Reglan er sú að borgarfulltrúar eiga að sitja í tveimur fagráðum til að halda fullum launum og hækka ekki ef þeir setjast í fleiri fagráð (til dæmis í það þriðja). Eins er aðeins greitt álag fyrir formennsku í einu ráði. Þetta átti að tryggja að einstakir borgarfulltrúar gætu ekki raðað á sig nefndum og fengið greitt meira en aðrir. Reynslan sýnir að vandamálið hvarf ekki heldur færðist til. Í flestum stjórnum utan fagráða er nefnilega greitt sérstaklega fyrir stjórnarsetu og er í sumum tilfellum um umtalsverðar upphæðir að ræða. Breytingarnar hafa því haft þau áhrif að stjórnkerfið hvetur borgarfulltrúa til að sinna verkefnum að lágmarki í fagráðum en sækja viðbótarlaun í stjórnum utan ráðhússins. Annað markmið með stjórnkerfisbreytingunum var að auka lýðræðislega stjórnunarhætti. Af framansögðu má ráða að þessu markmiði hafi heldur ekki verið náð. Þróunin hefur þau áhrif að inni í borgarstjórn eru afar fáir fulltrúar til að tala máli fagráða borgarinnar. Kjörnum fulltrúum í fagráðum hefur fækkað mjög hlutfallslega enda erfitt að raða fimmtán manna borgarstjórn í sjötíu sæti fagráða. Til dæmis var ég sem formaður í umhverfis- og samgönguráði eini borgarfulltrúinn í ráðinu. Þetta á við um fleiri fagráð. Í stjórn Faxaflóahafna eru hins vegar fjórir af fimm stjórnarmönnum borgarfulltrúar. Staðan er því sú að fagráðin, sem eru grunnhluti þeirrar vinnu sem borgarfulltrúar eiga að inna af hendi, líða fyrir skipulagið. Þetta er afleitt og er ekki til að auka lýðræðislega umræðu eins og var markmiðið. Það er mikilvægt að ræða ókosti stjórnkerfisbreytinga borgarinnar út frá siðferðislegu og fjárhagslegu sjónarmiði. Í núverandi fyrirkomulagi felst óhagræði sem verður að laga þar sem það getur ekki verið borgarbúum í hag að borgarfulltrúar hafi sterka fjárhagslega hagsmuni af því að leita í önnur verkefni en þau sem koma borgarbúum mest við. Núverandi fyrirkomulag leiðir til þess að margir borgarfulltrúar hafa of mikið af verkefnum á sinni könnu sem tengjast ekki fagráðunum og þeim verkefnum sem þeir voru kosnir til að sinna. Umræðan um fjölgun borgarfulltrúa er vissulega þörf í þessu samhengi en ekki fyrr en búið er að vinna markvisst að breytingum á núverandi stjórnkerfi þar sem lagt er upp með að kjörnir fulltrúar sinni sem best forgangsverkefnum borgarinnar. Höfundur er borgarfulltrúi.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun