Best geymda leyndarmálið 11. desember 2009 06:00 Ríkisstjórn Íslands tekur ekki sameiginlegar ákvarðanir. Hún er ekki fjölskipað stjórnvald, eins og það heitir á lagamáli. Ég er ekki frá því að þessi staðreynd sé eitt best geymda leyndarmál íslenskrar stjórnskipunar. Þetta þýðir að hver ráðherra ber sín mál – oftast án undanfarandi kynningar – inn á fund ríkisstjórnar og fær þau samþykkt umorðalaust. Á þessu eru undantekningar, t.d. getur annar ráðherra beitt neitunarvaldi, eða mál eru af þeirri stærð að formenn stjórnarflokkanna þurfi að véla um þau. Hefðin kennir að ráðherrar í ríkisstjórn Íslands skipti sér sem minnst af ábyrgðarsviði kollega sinna, nema þau skarist með einhverjum hætti. Ég fæ ekki séð að það hafi breyst mikið á liðnum mánuðum. Hrunið afhjúpaði margs konar veikleika í efnahags- og stjórnmálalífi landsmanna. Stjórnarráðið er þar engin undantekning. Innbyggðir veikleikar opinberrar stjórnsýslu eru margir. Í kringum hvert ráðuneyti hafa í gegnum tíðina risið ókleifir varnargarðar og náin samvinna þvert á ráðuneyti verið að sama skapi seinleg og erfið. Það kom berlega í ljós þegar mest á reyndi haustið 2008. Ég er þeirrar skoðunar að nú sé rétti tíminn til að leggja yfirvegað mat á það hvort ríkisstjórn Íslands skuli verða fjölskipað stjórnvald, eins og sveitarstjórnir þessa lands. Af sjálfu leiðir að vinnubrögð og upplýsingagjöf batnar við ríkisstjórnarborðið. Þá bera allir ráðherrar í raun sameiginlega ábyrgð á ákvörðunum ríkisstjórnarinnar og eiga að vera upplýstir um þýðingu þeirra. Þannig er það víða í öðrum löndum og ekki að ástæðulausu. Það er því fagnaðarefni að Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, hafi ýtt úr vör vinnu nefndar sem mun m.a. skoða verkaskiptingu og vinnulag innan stjórnarráðsins og hvort gera eigi róttækar breytingar á opinberri stjórnsýslu. Ekki er vanþörf á. Höfundur er þingmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórunn Sveinbjarnardóttir Mest lesið Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn Íslands tekur ekki sameiginlegar ákvarðanir. Hún er ekki fjölskipað stjórnvald, eins og það heitir á lagamáli. Ég er ekki frá því að þessi staðreynd sé eitt best geymda leyndarmál íslenskrar stjórnskipunar. Þetta þýðir að hver ráðherra ber sín mál – oftast án undanfarandi kynningar – inn á fund ríkisstjórnar og fær þau samþykkt umorðalaust. Á þessu eru undantekningar, t.d. getur annar ráðherra beitt neitunarvaldi, eða mál eru af þeirri stærð að formenn stjórnarflokkanna þurfi að véla um þau. Hefðin kennir að ráðherrar í ríkisstjórn Íslands skipti sér sem minnst af ábyrgðarsviði kollega sinna, nema þau skarist með einhverjum hætti. Ég fæ ekki séð að það hafi breyst mikið á liðnum mánuðum. Hrunið afhjúpaði margs konar veikleika í efnahags- og stjórnmálalífi landsmanna. Stjórnarráðið er þar engin undantekning. Innbyggðir veikleikar opinberrar stjórnsýslu eru margir. Í kringum hvert ráðuneyti hafa í gegnum tíðina risið ókleifir varnargarðar og náin samvinna þvert á ráðuneyti verið að sama skapi seinleg og erfið. Það kom berlega í ljós þegar mest á reyndi haustið 2008. Ég er þeirrar skoðunar að nú sé rétti tíminn til að leggja yfirvegað mat á það hvort ríkisstjórn Íslands skuli verða fjölskipað stjórnvald, eins og sveitarstjórnir þessa lands. Af sjálfu leiðir að vinnubrögð og upplýsingagjöf batnar við ríkisstjórnarborðið. Þá bera allir ráðherrar í raun sameiginlega ábyrgð á ákvörðunum ríkisstjórnarinnar og eiga að vera upplýstir um þýðingu þeirra. Þannig er það víða í öðrum löndum og ekki að ástæðulausu. Það er því fagnaðarefni að Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, hafi ýtt úr vör vinnu nefndar sem mun m.a. skoða verkaskiptingu og vinnulag innan stjórnarráðsins og hvort gera eigi róttækar breytingar á opinberri stjórnsýslu. Ekki er vanþörf á. Höfundur er þingmaður.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar