Favre búinn að semja við Vikings Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. ágúst 2009 15:28 Favre með nýju keppnistreyjuna sína á blaðamannafundi þar sem hann var kynntur til leiks. Nordic Photos/AFP Óvissunni um framtíð leikstjórnandans Brett Favre var eytt í gær er hann ákvað að hætta við að hætta og það ekki í fyrsta skiptið. Þessi 39 ára leikmaður er orðinn leikmaður með Minnesota Vikings. Favre eyddi ekki miklum tíma í vitleysu eftir að hafa skrifað undir samninginn og var mættur á æfingu með Vikings í gær. „Ég gerði allt sem ég gat til þess að koma mér í stand til að spila. Ég er vissulega 39 ára og líður ekki eins í handleggnum og þegar ég var 21 árs. Það er margt annað til staðar og ef Vikings er til í að taka áhættu með mig þá er ég klár," sagði Favre á blaðamannafundi eftir undirskriftina. „Ég veit ekki hvernig mér mun líða eftir þetta ár, eftir fimm ár en ég vildi ekki hugsa hvað ef," sagði Favre sem lagði skóna á hilluna eftir farsælan feril með Green Bay. Honum leið ekki vel með það og reif fram skóna á ný til að spila með NY Jets síðasta vetur. Talið var að hann væri hættur eftir síðasta tímabil og fyrir aðeins þrem vikum sagði þjálfari Vikings að hann væri hættur og kæmi ekki til félagsins. Það reyndist vera rangt. Favre fær 12 milljónir dollara fyrir leiktíðina sem er framundan. Þar sem hann er búinn að vera lengi í boltanum fær hann sjálfkrafa 12 milljónir dollara ef hann er í hópnum í opnunarleiknum. Hann mun einnig fá sjálfkrafa 13 milljónir dollara árið þar á eftir ákveði hann að halda áfram en hann skrifaði undir tveggja ára samning. Erlendar Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Sjá meira
Óvissunni um framtíð leikstjórnandans Brett Favre var eytt í gær er hann ákvað að hætta við að hætta og það ekki í fyrsta skiptið. Þessi 39 ára leikmaður er orðinn leikmaður með Minnesota Vikings. Favre eyddi ekki miklum tíma í vitleysu eftir að hafa skrifað undir samninginn og var mættur á æfingu með Vikings í gær. „Ég gerði allt sem ég gat til þess að koma mér í stand til að spila. Ég er vissulega 39 ára og líður ekki eins í handleggnum og þegar ég var 21 árs. Það er margt annað til staðar og ef Vikings er til í að taka áhættu með mig þá er ég klár," sagði Favre á blaðamannafundi eftir undirskriftina. „Ég veit ekki hvernig mér mun líða eftir þetta ár, eftir fimm ár en ég vildi ekki hugsa hvað ef," sagði Favre sem lagði skóna á hilluna eftir farsælan feril með Green Bay. Honum leið ekki vel með það og reif fram skóna á ný til að spila með NY Jets síðasta vetur. Talið var að hann væri hættur eftir síðasta tímabil og fyrir aðeins þrem vikum sagði þjálfari Vikings að hann væri hættur og kæmi ekki til félagsins. Það reyndist vera rangt. Favre fær 12 milljónir dollara fyrir leiktíðina sem er framundan. Þar sem hann er búinn að vera lengi í boltanum fær hann sjálfkrafa 12 milljónir dollara ef hann er í hópnum í opnunarleiknum. Hann mun einnig fá sjálfkrafa 13 milljónir dollara árið þar á eftir ákveði hann að halda áfram en hann skrifaði undir tveggja ára samning.
Erlendar Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Sjá meira