Favre búinn að semja við Vikings Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. ágúst 2009 15:28 Favre með nýju keppnistreyjuna sína á blaðamannafundi þar sem hann var kynntur til leiks. Nordic Photos/AFP Óvissunni um framtíð leikstjórnandans Brett Favre var eytt í gær er hann ákvað að hætta við að hætta og það ekki í fyrsta skiptið. Þessi 39 ára leikmaður er orðinn leikmaður með Minnesota Vikings. Favre eyddi ekki miklum tíma í vitleysu eftir að hafa skrifað undir samninginn og var mættur á æfingu með Vikings í gær. „Ég gerði allt sem ég gat til þess að koma mér í stand til að spila. Ég er vissulega 39 ára og líður ekki eins í handleggnum og þegar ég var 21 árs. Það er margt annað til staðar og ef Vikings er til í að taka áhættu með mig þá er ég klár," sagði Favre á blaðamannafundi eftir undirskriftina. „Ég veit ekki hvernig mér mun líða eftir þetta ár, eftir fimm ár en ég vildi ekki hugsa hvað ef," sagði Favre sem lagði skóna á hilluna eftir farsælan feril með Green Bay. Honum leið ekki vel með það og reif fram skóna á ný til að spila með NY Jets síðasta vetur. Talið var að hann væri hættur eftir síðasta tímabil og fyrir aðeins þrem vikum sagði þjálfari Vikings að hann væri hættur og kæmi ekki til félagsins. Það reyndist vera rangt. Favre fær 12 milljónir dollara fyrir leiktíðina sem er framundan. Þar sem hann er búinn að vera lengi í boltanum fær hann sjálfkrafa 12 milljónir dollara ef hann er í hópnum í opnunarleiknum. Hann mun einnig fá sjálfkrafa 13 milljónir dollara árið þar á eftir ákveði hann að halda áfram en hann skrifaði undir tveggja ára samning. Erlendar Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Leik lokið: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Sjá meira
Óvissunni um framtíð leikstjórnandans Brett Favre var eytt í gær er hann ákvað að hætta við að hætta og það ekki í fyrsta skiptið. Þessi 39 ára leikmaður er orðinn leikmaður með Minnesota Vikings. Favre eyddi ekki miklum tíma í vitleysu eftir að hafa skrifað undir samninginn og var mættur á æfingu með Vikings í gær. „Ég gerði allt sem ég gat til þess að koma mér í stand til að spila. Ég er vissulega 39 ára og líður ekki eins í handleggnum og þegar ég var 21 árs. Það er margt annað til staðar og ef Vikings er til í að taka áhættu með mig þá er ég klár," sagði Favre á blaðamannafundi eftir undirskriftina. „Ég veit ekki hvernig mér mun líða eftir þetta ár, eftir fimm ár en ég vildi ekki hugsa hvað ef," sagði Favre sem lagði skóna á hilluna eftir farsælan feril með Green Bay. Honum leið ekki vel með það og reif fram skóna á ný til að spila með NY Jets síðasta vetur. Talið var að hann væri hættur eftir síðasta tímabil og fyrir aðeins þrem vikum sagði þjálfari Vikings að hann væri hættur og kæmi ekki til félagsins. Það reyndist vera rangt. Favre fær 12 milljónir dollara fyrir leiktíðina sem er framundan. Þar sem hann er búinn að vera lengi í boltanum fær hann sjálfkrafa 12 milljónir dollara ef hann er í hópnum í opnunarleiknum. Hann mun einnig fá sjálfkrafa 13 milljónir dollara árið þar á eftir ákveði hann að halda áfram en hann skrifaði undir tveggja ára samning.
Erlendar Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Leik lokið: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Sjá meira