Fljótlega fjárfest úr Bjarkarsjóði Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar 24. júní 2009 03:00 Baldur Már Helgason Allt um Björk vekur athygli erlendis, ekki síst þegar nafn tónlistarkonunnar tengist íslenskum sprotafyrirtækjum, segir sjóðsstjóri sprotasjóðsins Bjarkar. Markaðurinn/vilhelm „Við höfum fengið 75 viðskiptaáætlanir frá frumkvöðlum inn á borð til okkar, hitt um helming þeirra og rætt við fjárfesta,“ segir Baldur Már Helgason, sjóðsstjóri frumkvöðla- og sprotasjóðsins Bjarkar hjá Auði Capital. Sprotasjóðurinn var kynntur til sögunnar fyrir jól í fyrra og er hann nefndur eftir tónlistarkonunni Björk Guðmundsdóttur. Sjóðurinn hefur frá upphafi stefnt að því að fjárfesta í sprotafyrirtækjum með vaxtarmöguleika fyrir samtals tvo til 2,5 milljarða króna. Auður Capital lagði honum til hundrað milljónir króna og hefur síðan þá leitað jafnt til áhugasamra einstaklinga og fagfjárfesta, lífeyrissjóða, eftir innleggi í sjóðinn. Upphaflega stóð til að ljúka fjármögnun sjóðsins í apríllok. Baldur segir árferðið í íslensku efnahagslífi hafa ráðið miklu um að verkefnið hafi tafist. Erlendir fjárfestar hafi sýnt honum mikinn áhuga í upphafi. „Allt um Björk vekur athygli erlendis. Við höfum haldið þeim upplýstum um ferlið. En vegna óvissu um gjaldeyrishöftin er ekki augljóst hvernig hægt er að koma nýrri fjárfestingu inn í landið,“ segir hann og bendir á að viðræður hafi staðið yfir við bæði Seðlabankann og aðrar opinberar stofnanir vegna áhuga erlendra fjárfesta á íslenskum sprotafyrirtækjum. Nú hillir undir að sprotasjóðurinn Björk taki til starfa. Baldur reiknar með að það geti orðið á næstu vikum. Lægsta fjárhæðin sem fjárfest er fyrir nemur 25 milljónum króna en hámarkið ræðst af stærð sjóðsins hverju sinni og getur numið allt upp undir fimmtán prósentum af stærð hans. Miðað við tveggja milljarða sjóð getur hámarksfjárfesting numið þrjú hundruð milljónum króna. „Við höfum séð tækifæri í heilbrigðisgeiranum, í tækni og hugbúnaðargerð, hönnun, skartgripahönnun, fatahönnun og fyrirtækjum sem nýta endurnýjanlega orku með nýjum hætti hvort heldur er til eldsneytisframleiðslu eða í pappírsgerð,“ segir Baldur og viðurkennir að það hafi komið honum á óvart að flest fyrirtækjanna hafi komist á koppinn síðastliðin fimm ár. Baldur gerir ráð fyrir að forsvarsmenn sprotasjóðsins skoði hátt í þrjú hundruð sprotafyrirtæki á næstu þremur árum. Fjárfest verður í um fimmtán til tuttugu þeirra fyrirtækja á árabilinu. Miðað við þetta fjárfestir Bjarkarsjóðurinn í fimm prósentum þeirra fyrirtækja sem skoðuð eru á tímabilinu. „Reynsla erlendra nýsköpunarsjóða sýnir að af tuttugu sprotafyrirtækjum munu tvö til þrjú ganga mjög vel. Síðan eru nokkur sem munu ganga sæmilega en önnur síður,“ segir Baldur að lokum. Markaðir Mest lesið Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Fleiri fréttir Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Sjá meira
„Við höfum fengið 75 viðskiptaáætlanir frá frumkvöðlum inn á borð til okkar, hitt um helming þeirra og rætt við fjárfesta,“ segir Baldur Már Helgason, sjóðsstjóri frumkvöðla- og sprotasjóðsins Bjarkar hjá Auði Capital. Sprotasjóðurinn var kynntur til sögunnar fyrir jól í fyrra og er hann nefndur eftir tónlistarkonunni Björk Guðmundsdóttur. Sjóðurinn hefur frá upphafi stefnt að því að fjárfesta í sprotafyrirtækjum með vaxtarmöguleika fyrir samtals tvo til 2,5 milljarða króna. Auður Capital lagði honum til hundrað milljónir króna og hefur síðan þá leitað jafnt til áhugasamra einstaklinga og fagfjárfesta, lífeyrissjóða, eftir innleggi í sjóðinn. Upphaflega stóð til að ljúka fjármögnun sjóðsins í apríllok. Baldur segir árferðið í íslensku efnahagslífi hafa ráðið miklu um að verkefnið hafi tafist. Erlendir fjárfestar hafi sýnt honum mikinn áhuga í upphafi. „Allt um Björk vekur athygli erlendis. Við höfum haldið þeim upplýstum um ferlið. En vegna óvissu um gjaldeyrishöftin er ekki augljóst hvernig hægt er að koma nýrri fjárfestingu inn í landið,“ segir hann og bendir á að viðræður hafi staðið yfir við bæði Seðlabankann og aðrar opinberar stofnanir vegna áhuga erlendra fjárfesta á íslenskum sprotafyrirtækjum. Nú hillir undir að sprotasjóðurinn Björk taki til starfa. Baldur reiknar með að það geti orðið á næstu vikum. Lægsta fjárhæðin sem fjárfest er fyrir nemur 25 milljónum króna en hámarkið ræðst af stærð sjóðsins hverju sinni og getur numið allt upp undir fimmtán prósentum af stærð hans. Miðað við tveggja milljarða sjóð getur hámarksfjárfesting numið þrjú hundruð milljónum króna. „Við höfum séð tækifæri í heilbrigðisgeiranum, í tækni og hugbúnaðargerð, hönnun, skartgripahönnun, fatahönnun og fyrirtækjum sem nýta endurnýjanlega orku með nýjum hætti hvort heldur er til eldsneytisframleiðslu eða í pappírsgerð,“ segir Baldur og viðurkennir að það hafi komið honum á óvart að flest fyrirtækjanna hafi komist á koppinn síðastliðin fimm ár. Baldur gerir ráð fyrir að forsvarsmenn sprotasjóðsins skoði hátt í þrjú hundruð sprotafyrirtæki á næstu þremur árum. Fjárfest verður í um fimmtán til tuttugu þeirra fyrirtækja á árabilinu. Miðað við þetta fjárfestir Bjarkarsjóðurinn í fimm prósentum þeirra fyrirtækja sem skoðuð eru á tímabilinu. „Reynsla erlendra nýsköpunarsjóða sýnir að af tuttugu sprotafyrirtækjum munu tvö til þrjú ganga mjög vel. Síðan eru nokkur sem munu ganga sæmilega en önnur síður,“ segir Baldur að lokum.
Markaðir Mest lesið Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Fleiri fréttir Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Sjá meira