Segir FME hafa sofið illa á verðinum gagnvart Samson 30. september 2009 11:11 Ólafur Arnarson skrifar athyglisverða grein á vefsíðuna Pressan um hvernig Fjármálaeftirlitið (FME) svaf gersamlega á verðinum gagnvart Samson, kjölfestueigenda Landsbankans. Ólafur vitnar í eigin orð FME þegar Samson var leyft að kaupa Landsbankans um að hlutverk félagsins ætti einungis að vera að halda um þá eign og myndi FME fylgja slíku eftir. „Sérstaklega er vikið að því að bæði Samson og Landsbankinn hafi brugðist vel við ábendingum um að tryggja verði að Samson, sem stór eigandi bankans, hafi ekki annan hag af eign sinni en aðrir hluthafar. Þarna er að sjálfsögðu átt við að Samson megi ekki nýta afl sitt í bankanum til að beita Landsbankanum með sér eða skyldum aðilum í fjárfestingum," segir Ólafur Arnarson. „Þá er sérstaklega tekið fram í matinu, að FME hafi víðtækar heimildir til viðvarandi eftirlits. Ekki er hægt að skilja þetta öðru vísi en svo að það hafi verið ætlun FME að fylgjast vel með því að Samson stæði við sitt og að Landsbankinn færi ekki út af sporinu." Ólafur rekur svo kaup Samson á sínum hlut sinn í Landsbankanum fyrir 10 milljarða kr. árið 2003. Eins og síðar hefur komið fram var megnið af kaupverðinu fengið með láni frá Búnaðarbankanum. Láni sem Kaupþing er nú að reyna að innheimta hjá Björgólfsfeðgum. „Hlaupum nú aðeins yfir sögu fram til nóvember 2008. Þá var óskað eftir gjaldþrotaskiptum á Samson. Kröfur í félagið námu yfir 100 milljörðum, eða meira en tíföldu kaupverðinu á Landsbankanum. Eignir voru hverfandi," segir Ólafur. „Hvernig gat félag, sem hafði þann eina tilgang að eiga og halda utan um hlutafjáreign í Landsbankanum, sem kostaði 10 milljarða, verið komið með skuldir upp á meira en 100 milljarða rúmum 5 árum síðar? Hvar var FME á meðan á þessu stóð? Hvar var FME þegar eigendur Samson sölsuðu undir sig Eimskip og notuðu Landsbankann til fjármögnunar og sem meðfjárfesti? Hvar var FME þegar Samson keypti stóran hlut í eignarhaldsfélaginu MGM, sem átti stóran hlut í Árvakri, á yfirverði í júní 2008?" Þetta eru spurningar sem krefjast svara en Ólafur væntir þess að einhver svör fáist þegar rannsóknarnefnd Alþingis skilar skýrslu sinni í nóvember. Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Fleiri fréttir Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Sjá meira
Ólafur Arnarson skrifar athyglisverða grein á vefsíðuna Pressan um hvernig Fjármálaeftirlitið (FME) svaf gersamlega á verðinum gagnvart Samson, kjölfestueigenda Landsbankans. Ólafur vitnar í eigin orð FME þegar Samson var leyft að kaupa Landsbankans um að hlutverk félagsins ætti einungis að vera að halda um þá eign og myndi FME fylgja slíku eftir. „Sérstaklega er vikið að því að bæði Samson og Landsbankinn hafi brugðist vel við ábendingum um að tryggja verði að Samson, sem stór eigandi bankans, hafi ekki annan hag af eign sinni en aðrir hluthafar. Þarna er að sjálfsögðu átt við að Samson megi ekki nýta afl sitt í bankanum til að beita Landsbankanum með sér eða skyldum aðilum í fjárfestingum," segir Ólafur Arnarson. „Þá er sérstaklega tekið fram í matinu, að FME hafi víðtækar heimildir til viðvarandi eftirlits. Ekki er hægt að skilja þetta öðru vísi en svo að það hafi verið ætlun FME að fylgjast vel með því að Samson stæði við sitt og að Landsbankinn færi ekki út af sporinu." Ólafur rekur svo kaup Samson á sínum hlut sinn í Landsbankanum fyrir 10 milljarða kr. árið 2003. Eins og síðar hefur komið fram var megnið af kaupverðinu fengið með láni frá Búnaðarbankanum. Láni sem Kaupþing er nú að reyna að innheimta hjá Björgólfsfeðgum. „Hlaupum nú aðeins yfir sögu fram til nóvember 2008. Þá var óskað eftir gjaldþrotaskiptum á Samson. Kröfur í félagið námu yfir 100 milljörðum, eða meira en tíföldu kaupverðinu á Landsbankanum. Eignir voru hverfandi," segir Ólafur. „Hvernig gat félag, sem hafði þann eina tilgang að eiga og halda utan um hlutafjáreign í Landsbankanum, sem kostaði 10 milljarða, verið komið með skuldir upp á meira en 100 milljarða rúmum 5 árum síðar? Hvar var FME á meðan á þessu stóð? Hvar var FME þegar eigendur Samson sölsuðu undir sig Eimskip og notuðu Landsbankann til fjármögnunar og sem meðfjárfesti? Hvar var FME þegar Samson keypti stóran hlut í eignarhaldsfélaginu MGM, sem átti stóran hlut í Árvakri, á yfirverði í júní 2008?" Þetta eru spurningar sem krefjast svara en Ólafur væntir þess að einhver svör fáist þegar rannsóknarnefnd Alþingis skilar skýrslu sinni í nóvember.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Fleiri fréttir Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Sjá meira