Þrír útisigrar í úrslitakeppni NFL Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. janúar 2009 10:52 Ben Roethlisberger og félagar í Pittsburgh eru komnir í úrslit Ameríkudeildarinnar. Nordic Photos / Getty Images Nú er ljóst hvaða lið mætast í úrslitum Ameríku- og Þjóðardeildarinnar í úrslitakeppni NFL-deildarinnar en fjórðungsúrslitin fóru fram um helgina. Óhætt er að segja að úrslitakeppnin hafi ekki ollið vonbrigðum fyrir áhorfendur en leikirnir fjórir um helgina voru bráðskemmtilegir. Hið óvænta er að þremur að leikjunum fjórum lauk með útisigri og eru þar með þrjú af þeim fjórum liðum sem voru talin sterkust fyrir úrslitakeppnina úr leik. Eina liðið sem ekki tók þátt í Wild Card-helginni svokölluðu og komst áfram var Pittsburgh Steelers sem vann nokkuð auðveldan sigur á San Diego Chargers, 35-24, í gærkvöldi. San Diego byrjaði reyndar betur í leiknum og komst í 10-7 forystu eftir fyrsta leikhluta en Pittsburgh sýndi mikla yfirburði það sem eftir lifði leiks og tryggði sér öruggan sigur í fjórða leikhluta. Willie Parker skoraði tvö snertimörk í leiknum og leikstjórnandinn Ben Roethlisberger átti einnig margar eitraðar sendingar sem varnarmenn San Diego réðu illa við. Pittsburgh mætir Baltimore Ravens í úrslitum Ameríkudeildarinnar um næstu helgi. Baltimore gerði sér lítið fyrir og vann Tennessee Titans á laugardaginn, 13-10. Meistarar New York Giants féllu úr leik í Þjóðardeildinni er liðið tapaði fyrir Philadelphia Eagles, 23-11. Giants virtist aldrei eiga möguleika í leiknum og leikstjórnandinn Eli Manning var langt frá sínu besta. Giants skoraði þrjú vallarmörk í leiknum og Philadelphia eitt sjálfsmark. Staðan í hálfleik var 10-8 fyrir Philadelphia sem gekk endanlega frá leiknum í fjórða leikhluta. Philadelphia mætir Arizona í úrslitum Þjóðardeildarinnar en báðir þessir úrslitaleikir verða á sunnudag og báðir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sporti. Erlendar Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Sjá meira
Nú er ljóst hvaða lið mætast í úrslitum Ameríku- og Þjóðardeildarinnar í úrslitakeppni NFL-deildarinnar en fjórðungsúrslitin fóru fram um helgina. Óhætt er að segja að úrslitakeppnin hafi ekki ollið vonbrigðum fyrir áhorfendur en leikirnir fjórir um helgina voru bráðskemmtilegir. Hið óvænta er að þremur að leikjunum fjórum lauk með útisigri og eru þar með þrjú af þeim fjórum liðum sem voru talin sterkust fyrir úrslitakeppnina úr leik. Eina liðið sem ekki tók þátt í Wild Card-helginni svokölluðu og komst áfram var Pittsburgh Steelers sem vann nokkuð auðveldan sigur á San Diego Chargers, 35-24, í gærkvöldi. San Diego byrjaði reyndar betur í leiknum og komst í 10-7 forystu eftir fyrsta leikhluta en Pittsburgh sýndi mikla yfirburði það sem eftir lifði leiks og tryggði sér öruggan sigur í fjórða leikhluta. Willie Parker skoraði tvö snertimörk í leiknum og leikstjórnandinn Ben Roethlisberger átti einnig margar eitraðar sendingar sem varnarmenn San Diego réðu illa við. Pittsburgh mætir Baltimore Ravens í úrslitum Ameríkudeildarinnar um næstu helgi. Baltimore gerði sér lítið fyrir og vann Tennessee Titans á laugardaginn, 13-10. Meistarar New York Giants féllu úr leik í Þjóðardeildinni er liðið tapaði fyrir Philadelphia Eagles, 23-11. Giants virtist aldrei eiga möguleika í leiknum og leikstjórnandinn Eli Manning var langt frá sínu besta. Giants skoraði þrjú vallarmörk í leiknum og Philadelphia eitt sjálfsmark. Staðan í hálfleik var 10-8 fyrir Philadelphia sem gekk endanlega frá leiknum í fjórða leikhluta. Philadelphia mætir Arizona í úrslitum Þjóðardeildarinnar en báðir þessir úrslitaleikir verða á sunnudag og báðir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sporti.
Erlendar Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Sjá meira