Fullkomnasti og flottasti íþróttaleikvangur heims - myndir Henry Birgir Gunnarsson skrifar 20. ágúst 2009 22:46 Cowboys Stadium er ótrúlegt mannvirki. Nordic Photos/AFP Í Dallas hefur Jerry Jones, eigandi NFL-liðsins Dallas Cowboys, byggt íþróttamannvirki sem er engu líkt. Mannvirkið hefur verið prufukeyrt í sumar með fótboltaleikjum og tónleikum og bíður nú þess að Dallas Cowboys fari að leika heimaleiki sína á vellinum. Jones hefði hæglega getað gert upp gamla leikvanginn og hann hefði líka getað byggt flottan völl fyrir 650 milljónir dollara. Hann hafði ekki áhuga á því og 1,2 billjónum dollara síðar er draumavöllurinn tilbúinn. „Þetta er alvöru dæmi," sagði Jones og hefur talsvert til síns máls. Leikvangurinn er talinn vera meistaraverk í arkitektúr og verkfræði. Hann þykir minna um margt meira á skemmtigarð en íþróttaleikvang. Það sem fólk tekur fyrst eftir er risaskjárinn sem hangir í loftinu. Hann nær nánast vítateiga á milli og er í háskerpu. Skjárinn er ígildi 2000 sjónvarpstæki af stærðinni 52 tommur. Annað sem vert er að minnast á er þakið sem hægt er að opna og loka að vild. Barirnir á vellinum minna á bari á fimm stjörnu hótelum. Lúxusvíturnar hanga nánast yfir vellinum og bjóða upp á ótrúlegt útsýni. Völlurinn getur svo tekið um 120 þúsund manns í sæti. Jones opnaði dyrnar að þessu ótrúlega mannvirki fyrir tveim mánuðum síðan. Gestir hafa komið í þúsundatali, allir búast við einhverju sem þeir hafa aldrei séð. Þeir upplifa nákvæmlega það og trúa vart því sem þeir sáu er þeir fara heim. Það verður nóg að gera á þessum velli næstu árin. Stjörnuleikur NBA verður þarna í febrúar og Super Bowl-leikurinn árið 2011 verður einnig á þessum velli svo fátt eitt sé nefnt. Hægt er að sjá fleiri myndir af vellinum hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stórar með því að smella á þær. Erlendar Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Sjá meira
Í Dallas hefur Jerry Jones, eigandi NFL-liðsins Dallas Cowboys, byggt íþróttamannvirki sem er engu líkt. Mannvirkið hefur verið prufukeyrt í sumar með fótboltaleikjum og tónleikum og bíður nú þess að Dallas Cowboys fari að leika heimaleiki sína á vellinum. Jones hefði hæglega getað gert upp gamla leikvanginn og hann hefði líka getað byggt flottan völl fyrir 650 milljónir dollara. Hann hafði ekki áhuga á því og 1,2 billjónum dollara síðar er draumavöllurinn tilbúinn. „Þetta er alvöru dæmi," sagði Jones og hefur talsvert til síns máls. Leikvangurinn er talinn vera meistaraverk í arkitektúr og verkfræði. Hann þykir minna um margt meira á skemmtigarð en íþróttaleikvang. Það sem fólk tekur fyrst eftir er risaskjárinn sem hangir í loftinu. Hann nær nánast vítateiga á milli og er í háskerpu. Skjárinn er ígildi 2000 sjónvarpstæki af stærðinni 52 tommur. Annað sem vert er að minnast á er þakið sem hægt er að opna og loka að vild. Barirnir á vellinum minna á bari á fimm stjörnu hótelum. Lúxusvíturnar hanga nánast yfir vellinum og bjóða upp á ótrúlegt útsýni. Völlurinn getur svo tekið um 120 þúsund manns í sæti. Jones opnaði dyrnar að þessu ótrúlega mannvirki fyrir tveim mánuðum síðan. Gestir hafa komið í þúsundatali, allir búast við einhverju sem þeir hafa aldrei séð. Þeir upplifa nákvæmlega það og trúa vart því sem þeir sáu er þeir fara heim. Það verður nóg að gera á þessum velli næstu árin. Stjörnuleikur NBA verður þarna í febrúar og Super Bowl-leikurinn árið 2011 verður einnig á þessum velli svo fátt eitt sé nefnt. Hægt er að sjá fleiri myndir af vellinum hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stórar með því að smella á þær.
Erlendar Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Sjá meira