Fótbolti

Jafnt í Makedóníu - Frábært fyrir Ísland

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Egil Drillo Olsen er þjálfari Noregs.
Egil Drillo Olsen er þjálfari Noregs. Nordicphotos/GettyImages
Makedónía og Noregur gerðu markalaust jafntefli í 9. riðli undankeppni HM en leiknum lauk rétt í þessu. Úrslitin hefðu ekki getað verið betri fyrir Ísland.

Ísland getur komist upp í annað sæti riðilsins með sigri á Hollandi en verður ekki lægra en í þriðja sæti eftir leikinn.

Liðið í öðru sæti fer í umspil, verði það með einn af átta bestu árangrinum úr riðlunum níu.

Staðan í riðlinum:


1. Holland: 15 stig (+11) - Eftir fimm leiki

2. Skotland: 7 stig (-2) - Eftir fimm leiki

3. Ísland: 4 stig (+4) - Eftir fimm leiki

4. Makedónía: 3 stig (+1) - Eftir fimm leiki

5. Noregur: 3 stig (-1) - Eftir fjóra leiki




Fleiri fréttir

Sjá meira


×