Flæktur í stærstu fíkniefnamál sögunnar 12. júní 2009 10:43 Sigurður Hilmar Ólason sem nú situr í gæsluvarðhaldi í tengslum við umfangsmikið fíkniefnasmygl sem er í rannsókn hefur tengsl við Papeyjarsmyglið svokallaða líkt og Fréttablaðið sagði frá í morgun. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur hann einnig tengsl við Pólstjörnumálið sem kom upp árið 2007. Sigurður hefur verið umfangsmikill í fasteignaviðskiptum hér á landi en hann hlaut þriggja ára dóm fyrir aðild að smygli á þrjátíu kílúm af hassi til landsins árið 2001. Sigurður er grunaður, ásamt tveimur öðrum íslendingum, um að vera flæktur í umfangsmikið fíkniefnamál sem snýr að mörg hundruð kílóa kókaínsmygli og teygir anga sína til þrettán landa. Grunur leikur á að Íslendingarnir tengist alþjóðlegum glæpasamtökum sem bendluð eru við fíkniefnamisferli og peningaþvætti. Mikil leynd hvílir yfir rannsókninni og verst lögregla allra frétta af málinu. Fréttablaðið greindi frá því í morgun að gúmmíbátur sem notaður var til þess að sækja 109 kíló af fíkniefnum sem voru um borð í skútunni Sirtaki við Papey um miðjan apríl var í eigu Sigurðar. Í því máli voru sex menn handteknir, fimm Íslendingar og Hollendingur. Þeir sitja allir í gæsluvarðhaldi. Þar er líklega um að ræða stærsta fíkniefnasmygl sem komið hefur upp hér á landi. Svipað mál kom upp í september 2007 og hefur verið kallað Pólstjörnumálið. Þá voru sex íslendingar dæmdir í fangelsi fyrir aðild sína að smygli á um 40 kílóum af fíkniefnum með skútu til Fáskrúðsfjarðar. Sigurður virðist einnig hafa tengingu inn í það mál því samkvæmt heimildum Vísis var hann eigandi að húsi í Kaupmannahöfn sem kom við sögu í rannsókn málsins en þar var meðal annars gerð húsleit. Pólstjörnumálið Papeyjarmálið Tengdar fréttir Íslenskt fyrirtæki tengt hundruð kílóa kókaínsmygli Ísraeli og Hollendingur eiga íslenskt fyrirtæki ásamt Sigurði Ólassyni sem talið er tengjast alþjóðlegum glæpahring, peningaþvætti og mörg hundruð kílóa kókaínsmygli. Þremenningarnir eru allir í haldi lögreglu. 10. júní 2009 18:45 Flæktir í mörg hundruð kílóa kókaín smygl Þrír Íslendingar eru grunaðir um að vera flæktir í mörg hundruð kílóa kókaín smygl sem teygir anga sína til 13 landa.Grunur leikur á að Íslendingarnir tengist alþjóðlegum glæpasamtökum sem bendluð eru við fíkniefnamisferli og peningaþvætti. 9. júní 2009 18:32 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
Sigurður Hilmar Ólason sem nú situr í gæsluvarðhaldi í tengslum við umfangsmikið fíkniefnasmygl sem er í rannsókn hefur tengsl við Papeyjarsmyglið svokallaða líkt og Fréttablaðið sagði frá í morgun. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur hann einnig tengsl við Pólstjörnumálið sem kom upp árið 2007. Sigurður hefur verið umfangsmikill í fasteignaviðskiptum hér á landi en hann hlaut þriggja ára dóm fyrir aðild að smygli á þrjátíu kílúm af hassi til landsins árið 2001. Sigurður er grunaður, ásamt tveimur öðrum íslendingum, um að vera flæktur í umfangsmikið fíkniefnamál sem snýr að mörg hundruð kílóa kókaínsmygli og teygir anga sína til þrettán landa. Grunur leikur á að Íslendingarnir tengist alþjóðlegum glæpasamtökum sem bendluð eru við fíkniefnamisferli og peningaþvætti. Mikil leynd hvílir yfir rannsókninni og verst lögregla allra frétta af málinu. Fréttablaðið greindi frá því í morgun að gúmmíbátur sem notaður var til þess að sækja 109 kíló af fíkniefnum sem voru um borð í skútunni Sirtaki við Papey um miðjan apríl var í eigu Sigurðar. Í því máli voru sex menn handteknir, fimm Íslendingar og Hollendingur. Þeir sitja allir í gæsluvarðhaldi. Þar er líklega um að ræða stærsta fíkniefnasmygl sem komið hefur upp hér á landi. Svipað mál kom upp í september 2007 og hefur verið kallað Pólstjörnumálið. Þá voru sex íslendingar dæmdir í fangelsi fyrir aðild sína að smygli á um 40 kílóum af fíkniefnum með skútu til Fáskrúðsfjarðar. Sigurður virðist einnig hafa tengingu inn í það mál því samkvæmt heimildum Vísis var hann eigandi að húsi í Kaupmannahöfn sem kom við sögu í rannsókn málsins en þar var meðal annars gerð húsleit.
Pólstjörnumálið Papeyjarmálið Tengdar fréttir Íslenskt fyrirtæki tengt hundruð kílóa kókaínsmygli Ísraeli og Hollendingur eiga íslenskt fyrirtæki ásamt Sigurði Ólassyni sem talið er tengjast alþjóðlegum glæpahring, peningaþvætti og mörg hundruð kílóa kókaínsmygli. Þremenningarnir eru allir í haldi lögreglu. 10. júní 2009 18:45 Flæktir í mörg hundruð kílóa kókaín smygl Þrír Íslendingar eru grunaðir um að vera flæktir í mörg hundruð kílóa kókaín smygl sem teygir anga sína til 13 landa.Grunur leikur á að Íslendingarnir tengist alþjóðlegum glæpasamtökum sem bendluð eru við fíkniefnamisferli og peningaþvætti. 9. júní 2009 18:32 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
Íslenskt fyrirtæki tengt hundruð kílóa kókaínsmygli Ísraeli og Hollendingur eiga íslenskt fyrirtæki ásamt Sigurði Ólassyni sem talið er tengjast alþjóðlegum glæpahring, peningaþvætti og mörg hundruð kílóa kókaínsmygli. Þremenningarnir eru allir í haldi lögreglu. 10. júní 2009 18:45
Flæktir í mörg hundruð kílóa kókaín smygl Þrír Íslendingar eru grunaðir um að vera flæktir í mörg hundruð kílóa kókaín smygl sem teygir anga sína til 13 landa.Grunur leikur á að Íslendingarnir tengist alþjóðlegum glæpasamtökum sem bendluð eru við fíkniefnamisferli og peningaþvætti. 9. júní 2009 18:32