Flæktur í stærstu fíkniefnamál sögunnar 12. júní 2009 10:43 Sigurður Hilmar Ólason sem nú situr í gæsluvarðhaldi í tengslum við umfangsmikið fíkniefnasmygl sem er í rannsókn hefur tengsl við Papeyjarsmyglið svokallaða líkt og Fréttablaðið sagði frá í morgun. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur hann einnig tengsl við Pólstjörnumálið sem kom upp árið 2007. Sigurður hefur verið umfangsmikill í fasteignaviðskiptum hér á landi en hann hlaut þriggja ára dóm fyrir aðild að smygli á þrjátíu kílúm af hassi til landsins árið 2001. Sigurður er grunaður, ásamt tveimur öðrum íslendingum, um að vera flæktur í umfangsmikið fíkniefnamál sem snýr að mörg hundruð kílóa kókaínsmygli og teygir anga sína til þrettán landa. Grunur leikur á að Íslendingarnir tengist alþjóðlegum glæpasamtökum sem bendluð eru við fíkniefnamisferli og peningaþvætti. Mikil leynd hvílir yfir rannsókninni og verst lögregla allra frétta af málinu. Fréttablaðið greindi frá því í morgun að gúmmíbátur sem notaður var til þess að sækja 109 kíló af fíkniefnum sem voru um borð í skútunni Sirtaki við Papey um miðjan apríl var í eigu Sigurðar. Í því máli voru sex menn handteknir, fimm Íslendingar og Hollendingur. Þeir sitja allir í gæsluvarðhaldi. Þar er líklega um að ræða stærsta fíkniefnasmygl sem komið hefur upp hér á landi. Svipað mál kom upp í september 2007 og hefur verið kallað Pólstjörnumálið. Þá voru sex íslendingar dæmdir í fangelsi fyrir aðild sína að smygli á um 40 kílóum af fíkniefnum með skútu til Fáskrúðsfjarðar. Sigurður virðist einnig hafa tengingu inn í það mál því samkvæmt heimildum Vísis var hann eigandi að húsi í Kaupmannahöfn sem kom við sögu í rannsókn málsins en þar var meðal annars gerð húsleit. Pólstjörnumálið Papeyjarmálið Tengdar fréttir Íslenskt fyrirtæki tengt hundruð kílóa kókaínsmygli Ísraeli og Hollendingur eiga íslenskt fyrirtæki ásamt Sigurði Ólassyni sem talið er tengjast alþjóðlegum glæpahring, peningaþvætti og mörg hundruð kílóa kókaínsmygli. Þremenningarnir eru allir í haldi lögreglu. 10. júní 2009 18:45 Flæktir í mörg hundruð kílóa kókaín smygl Þrír Íslendingar eru grunaðir um að vera flæktir í mörg hundruð kílóa kókaín smygl sem teygir anga sína til 13 landa.Grunur leikur á að Íslendingarnir tengist alþjóðlegum glæpasamtökum sem bendluð eru við fíkniefnamisferli og peningaþvætti. 9. júní 2009 18:32 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Sigurður Hilmar Ólason sem nú situr í gæsluvarðhaldi í tengslum við umfangsmikið fíkniefnasmygl sem er í rannsókn hefur tengsl við Papeyjarsmyglið svokallaða líkt og Fréttablaðið sagði frá í morgun. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur hann einnig tengsl við Pólstjörnumálið sem kom upp árið 2007. Sigurður hefur verið umfangsmikill í fasteignaviðskiptum hér á landi en hann hlaut þriggja ára dóm fyrir aðild að smygli á þrjátíu kílúm af hassi til landsins árið 2001. Sigurður er grunaður, ásamt tveimur öðrum íslendingum, um að vera flæktur í umfangsmikið fíkniefnamál sem snýr að mörg hundruð kílóa kókaínsmygli og teygir anga sína til þrettán landa. Grunur leikur á að Íslendingarnir tengist alþjóðlegum glæpasamtökum sem bendluð eru við fíkniefnamisferli og peningaþvætti. Mikil leynd hvílir yfir rannsókninni og verst lögregla allra frétta af málinu. Fréttablaðið greindi frá því í morgun að gúmmíbátur sem notaður var til þess að sækja 109 kíló af fíkniefnum sem voru um borð í skútunni Sirtaki við Papey um miðjan apríl var í eigu Sigurðar. Í því máli voru sex menn handteknir, fimm Íslendingar og Hollendingur. Þeir sitja allir í gæsluvarðhaldi. Þar er líklega um að ræða stærsta fíkniefnasmygl sem komið hefur upp hér á landi. Svipað mál kom upp í september 2007 og hefur verið kallað Pólstjörnumálið. Þá voru sex íslendingar dæmdir í fangelsi fyrir aðild sína að smygli á um 40 kílóum af fíkniefnum með skútu til Fáskrúðsfjarðar. Sigurður virðist einnig hafa tengingu inn í það mál því samkvæmt heimildum Vísis var hann eigandi að húsi í Kaupmannahöfn sem kom við sögu í rannsókn málsins en þar var meðal annars gerð húsleit.
Pólstjörnumálið Papeyjarmálið Tengdar fréttir Íslenskt fyrirtæki tengt hundruð kílóa kókaínsmygli Ísraeli og Hollendingur eiga íslenskt fyrirtæki ásamt Sigurði Ólassyni sem talið er tengjast alþjóðlegum glæpahring, peningaþvætti og mörg hundruð kílóa kókaínsmygli. Þremenningarnir eru allir í haldi lögreglu. 10. júní 2009 18:45 Flæktir í mörg hundruð kílóa kókaín smygl Þrír Íslendingar eru grunaðir um að vera flæktir í mörg hundruð kílóa kókaín smygl sem teygir anga sína til 13 landa.Grunur leikur á að Íslendingarnir tengist alþjóðlegum glæpasamtökum sem bendluð eru við fíkniefnamisferli og peningaþvætti. 9. júní 2009 18:32 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Íslenskt fyrirtæki tengt hundruð kílóa kókaínsmygli Ísraeli og Hollendingur eiga íslenskt fyrirtæki ásamt Sigurði Ólassyni sem talið er tengjast alþjóðlegum glæpahring, peningaþvætti og mörg hundruð kílóa kókaínsmygli. Þremenningarnir eru allir í haldi lögreglu. 10. júní 2009 18:45
Flæktir í mörg hundruð kílóa kókaín smygl Þrír Íslendingar eru grunaðir um að vera flæktir í mörg hundruð kílóa kókaín smygl sem teygir anga sína til 13 landa.Grunur leikur á að Íslendingarnir tengist alþjóðlegum glæpasamtökum sem bendluð eru við fíkniefnamisferli og peningaþvætti. 9. júní 2009 18:32