Skilanefnd Kaupþings krefur Tchenguiz um 35 milljarða 17. maí 2009 08:41 Skilanefnd Kaupþings hefur stefnt breska fjárfestinum Robert Tchenguiz og krafið hann um 180 milljónir punda eða um 35 milljarða kr. Upphæðin er afrakstur af sölunni á hlut Tchenguiz í Somerfield sem skilanefndin telur að hafi átt að renna til bankans en ekki í vasa Tchenguiz. Fjallað er um málið í The Observer, sunnudagsútgáfu The Guardian. Blaðið segir að stefnan sýni hve samskipti bankans og Tchenguiz séu orðin sirð en um tíma voru lán Kaupþings til fjárfestisins um 46% af heildarlánasafni bankans. Tchenguiz hefur farið illa út úr fjármálakreppunni en fjárfestingarfélag hans, Discretionary Trust (TDT), neyddist til að afhenda Kaupþingi verulegan hlut af eignum sínum eftir bankahrunið s.l. haust. Þetta gerðist eftir veðkall þegar eitt af eignarhaldsfélögum Tchenguiz gat ekki staðið við skilamála á lánum frá bankanum. Málsókn Kaupþings nú eru vegna ákvörðunnar stjórnar TDT um að taka eignarhlutinn í Somerfield út úr flóknum lánasamningi eftir að veðköll Kaupþings á hendur Tchenguiz hófust s.l. haust. Málsskjölin frá Kaupþingi sína flókin vef lána, eignarhalds, hagnaðarskiptingar og ábyrgða milli félaga sem skráð eru á Bresku Jómfrúreyjum, Mön og Guernsey. Samanlagt hefur Kaupþing lánað félögum undir stjórn TDT á þessum eyjum um 900 miljónir punda eða um 172 milljarða kr. Kaupþing heldur því fram að hlutinn í Somerfield hefði aldrei átt að flytja úr vörslu félaga sem stjórnað er af Oscatello sem hélt utan um viðskiptin á fyrrgreindum eyjum en áður hefur komið fram að Kaupþing hefur einnig stefnt Oscatello. Samkvæmt frétt Observer mun vörn Tchenguiz byggjast á munnlegu samkomulagi sem gert var yfir kvöldverði á veitingahúsinu Scott´s í Mayfair. Óljóst sé hverjir þar áttu hlut að máli en meint samkomulag gekk út á að taka Somerfield hlutinn úr hinu flókna lánaferli, án þess að það væri brot á lánaskimálunum, þannig að salan á honum færi ekki í vasa Kaupþings Mest lesið Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Skilanefnd Kaupþings hefur stefnt breska fjárfestinum Robert Tchenguiz og krafið hann um 180 milljónir punda eða um 35 milljarða kr. Upphæðin er afrakstur af sölunni á hlut Tchenguiz í Somerfield sem skilanefndin telur að hafi átt að renna til bankans en ekki í vasa Tchenguiz. Fjallað er um málið í The Observer, sunnudagsútgáfu The Guardian. Blaðið segir að stefnan sýni hve samskipti bankans og Tchenguiz séu orðin sirð en um tíma voru lán Kaupþings til fjárfestisins um 46% af heildarlánasafni bankans. Tchenguiz hefur farið illa út úr fjármálakreppunni en fjárfestingarfélag hans, Discretionary Trust (TDT), neyddist til að afhenda Kaupþingi verulegan hlut af eignum sínum eftir bankahrunið s.l. haust. Þetta gerðist eftir veðkall þegar eitt af eignarhaldsfélögum Tchenguiz gat ekki staðið við skilamála á lánum frá bankanum. Málsókn Kaupþings nú eru vegna ákvörðunnar stjórnar TDT um að taka eignarhlutinn í Somerfield út úr flóknum lánasamningi eftir að veðköll Kaupþings á hendur Tchenguiz hófust s.l. haust. Málsskjölin frá Kaupþingi sína flókin vef lána, eignarhalds, hagnaðarskiptingar og ábyrgða milli félaga sem skráð eru á Bresku Jómfrúreyjum, Mön og Guernsey. Samanlagt hefur Kaupþing lánað félögum undir stjórn TDT á þessum eyjum um 900 miljónir punda eða um 172 milljarða kr. Kaupþing heldur því fram að hlutinn í Somerfield hefði aldrei átt að flytja úr vörslu félaga sem stjórnað er af Oscatello sem hélt utan um viðskiptin á fyrrgreindum eyjum en áður hefur komið fram að Kaupþing hefur einnig stefnt Oscatello. Samkvæmt frétt Observer mun vörn Tchenguiz byggjast á munnlegu samkomulagi sem gert var yfir kvöldverði á veitingahúsinu Scott´s í Mayfair. Óljóst sé hverjir þar áttu hlut að máli en meint samkomulag gekk út á að taka Somerfield hlutinn úr hinu flókna lánaferli, án þess að það væri brot á lánaskimálunum, þannig að salan á honum færi ekki í vasa Kaupþings
Mest lesið Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira