Skilanefnd Kaupþings krefur Tchenguiz um 35 milljarða 17. maí 2009 08:41 Skilanefnd Kaupþings hefur stefnt breska fjárfestinum Robert Tchenguiz og krafið hann um 180 milljónir punda eða um 35 milljarða kr. Upphæðin er afrakstur af sölunni á hlut Tchenguiz í Somerfield sem skilanefndin telur að hafi átt að renna til bankans en ekki í vasa Tchenguiz. Fjallað er um málið í The Observer, sunnudagsútgáfu The Guardian. Blaðið segir að stefnan sýni hve samskipti bankans og Tchenguiz séu orðin sirð en um tíma voru lán Kaupþings til fjárfestisins um 46% af heildarlánasafni bankans. Tchenguiz hefur farið illa út úr fjármálakreppunni en fjárfestingarfélag hans, Discretionary Trust (TDT), neyddist til að afhenda Kaupþingi verulegan hlut af eignum sínum eftir bankahrunið s.l. haust. Þetta gerðist eftir veðkall þegar eitt af eignarhaldsfélögum Tchenguiz gat ekki staðið við skilamála á lánum frá bankanum. Málsókn Kaupþings nú eru vegna ákvörðunnar stjórnar TDT um að taka eignarhlutinn í Somerfield út úr flóknum lánasamningi eftir að veðköll Kaupþings á hendur Tchenguiz hófust s.l. haust. Málsskjölin frá Kaupþingi sína flókin vef lána, eignarhalds, hagnaðarskiptingar og ábyrgða milli félaga sem skráð eru á Bresku Jómfrúreyjum, Mön og Guernsey. Samanlagt hefur Kaupþing lánað félögum undir stjórn TDT á þessum eyjum um 900 miljónir punda eða um 172 milljarða kr. Kaupþing heldur því fram að hlutinn í Somerfield hefði aldrei átt að flytja úr vörslu félaga sem stjórnað er af Oscatello sem hélt utan um viðskiptin á fyrrgreindum eyjum en áður hefur komið fram að Kaupþing hefur einnig stefnt Oscatello. Samkvæmt frétt Observer mun vörn Tchenguiz byggjast á munnlegu samkomulagi sem gert var yfir kvöldverði á veitingahúsinu Scott´s í Mayfair. Óljóst sé hverjir þar áttu hlut að máli en meint samkomulag gekk út á að taka Somerfield hlutinn úr hinu flókna lánaferli, án þess að það væri brot á lánaskimálunum, þannig að salan á honum færi ekki í vasa Kaupþings Mest lesið Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira
Skilanefnd Kaupþings hefur stefnt breska fjárfestinum Robert Tchenguiz og krafið hann um 180 milljónir punda eða um 35 milljarða kr. Upphæðin er afrakstur af sölunni á hlut Tchenguiz í Somerfield sem skilanefndin telur að hafi átt að renna til bankans en ekki í vasa Tchenguiz. Fjallað er um málið í The Observer, sunnudagsútgáfu The Guardian. Blaðið segir að stefnan sýni hve samskipti bankans og Tchenguiz séu orðin sirð en um tíma voru lán Kaupþings til fjárfestisins um 46% af heildarlánasafni bankans. Tchenguiz hefur farið illa út úr fjármálakreppunni en fjárfestingarfélag hans, Discretionary Trust (TDT), neyddist til að afhenda Kaupþingi verulegan hlut af eignum sínum eftir bankahrunið s.l. haust. Þetta gerðist eftir veðkall þegar eitt af eignarhaldsfélögum Tchenguiz gat ekki staðið við skilamála á lánum frá bankanum. Málsókn Kaupþings nú eru vegna ákvörðunnar stjórnar TDT um að taka eignarhlutinn í Somerfield út úr flóknum lánasamningi eftir að veðköll Kaupþings á hendur Tchenguiz hófust s.l. haust. Málsskjölin frá Kaupþingi sína flókin vef lána, eignarhalds, hagnaðarskiptingar og ábyrgða milli félaga sem skráð eru á Bresku Jómfrúreyjum, Mön og Guernsey. Samanlagt hefur Kaupþing lánað félögum undir stjórn TDT á þessum eyjum um 900 miljónir punda eða um 172 milljarða kr. Kaupþing heldur því fram að hlutinn í Somerfield hefði aldrei átt að flytja úr vörslu félaga sem stjórnað er af Oscatello sem hélt utan um viðskiptin á fyrrgreindum eyjum en áður hefur komið fram að Kaupþing hefur einnig stefnt Oscatello. Samkvæmt frétt Observer mun vörn Tchenguiz byggjast á munnlegu samkomulagi sem gert var yfir kvöldverði á veitingahúsinu Scott´s í Mayfair. Óljóst sé hverjir þar áttu hlut að máli en meint samkomulag gekk út á að taka Somerfield hlutinn úr hinu flókna lánaferli, án þess að það væri brot á lánaskimálunum, þannig að salan á honum færi ekki í vasa Kaupþings
Mest lesið Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira