Federer brast í grát Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. febrúar 2009 14:12 Roger Federer réði ekki við tilfinningar sínar eftir tapið fyrir Nadal. Nordic Photos / Getty Images Roger Federer var gjörsamlega niðurbrotinn eftir að hann tapaði fyrir Rafael Nadal í úrslitum opna ástralska meistaramótsins í tennis. Eins og venja er halda báðir keppendur ræðu eftir að þeir veita sínum verðlaunum viðtöku en Federer gat varla komið upp orði þar sem hann brast í grát. „Mér hefur liðið betur," sagði hann. „Takk fyrir stuðninginn. Þið voruð ótrúleg," sagði hann og átti við áhorfendur. „Kannski að ég reyni aftur seinna. Þetta er alveg að fara með mig," stundi hann upp og labbaði frá hljóðnemanum. Þá kom Rafael Nadal upp á sviðið og tók við sigurlaunum sínum. En Federer vildi klára sína ræðu svo hann þyrfti ekki að tala á eftir Nadal. „Ég vil ekki eiga síðasta orðið - hann á það skilið. Rafa, til hamningju - þú átt þetta skilið. Ég óska þér alls hins besta á tímabilinu." Federer hefur unnið þrettán slemmtitla á ferlinum en metið á Pete Sampras sem hefur unnið fjórtán slíka. Þetta var hins vegar fyrsti sigur Nadal í Ástralíu en hann er nú einnig ríkjandi meistari á Wimbledon-mótinu og opna franska meistaramótinu. „Roger, mér þykir fyrir þessu. Ég veit nákvæmlega hvernig þér líður. Þú verður bara að muna að þú ert mikill meistari og einn sá besti í sögunni. Ég er viss um að þú munir jafna met Sampras," sagði Nadal í sinni ræðu. Erlendar Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Snævar setti heimsmet Sport Fleiri fréttir Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Sjá meira
Roger Federer var gjörsamlega niðurbrotinn eftir að hann tapaði fyrir Rafael Nadal í úrslitum opna ástralska meistaramótsins í tennis. Eins og venja er halda báðir keppendur ræðu eftir að þeir veita sínum verðlaunum viðtöku en Federer gat varla komið upp orði þar sem hann brast í grát. „Mér hefur liðið betur," sagði hann. „Takk fyrir stuðninginn. Þið voruð ótrúleg," sagði hann og átti við áhorfendur. „Kannski að ég reyni aftur seinna. Þetta er alveg að fara með mig," stundi hann upp og labbaði frá hljóðnemanum. Þá kom Rafael Nadal upp á sviðið og tók við sigurlaunum sínum. En Federer vildi klára sína ræðu svo hann þyrfti ekki að tala á eftir Nadal. „Ég vil ekki eiga síðasta orðið - hann á það skilið. Rafa, til hamningju - þú átt þetta skilið. Ég óska þér alls hins besta á tímabilinu." Federer hefur unnið þrettán slemmtitla á ferlinum en metið á Pete Sampras sem hefur unnið fjórtán slíka. Þetta var hins vegar fyrsti sigur Nadal í Ástralíu en hann er nú einnig ríkjandi meistari á Wimbledon-mótinu og opna franska meistaramótinu. „Roger, mér þykir fyrir þessu. Ég veit nákvæmlega hvernig þér líður. Þú verður bara að muna að þú ert mikill meistari og einn sá besti í sögunni. Ég er viss um að þú munir jafna met Sampras," sagði Nadal í sinni ræðu.
Erlendar Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Snævar setti heimsmet Sport Fleiri fréttir Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Sjá meira