Íslenski boltinn

Haukar skutust á topp 1. deildar

Ómar Þorgeirsson skrifar
Úr leik HK og Víkings fyrr í sumar.
Úr leik HK og Víkings fyrr í sumar. Mynd/Stefán

Áttunda umferð 1. deildar karla í fótbolta hófst í kvöld með fjórum leikjum.

Haukar unnu góðan 1-3 útisigur gegn Víking Reykjavík og skutust þar með á topp deildarinnar. Garðar Geirsson, Hilmar Geir Eiðsson og Guðjón Pétur Lýðsson skoruðu mörk Hauka en Þorvaldur Sveinn Sveinsson skoraði fyrir Víking.

Skagamenn hirtu stigin þrjú gegn ÍR í Breiðholtinu með 0-2 sigri en Andri Júlíusson skoraði bæði mörk ÍA.

HK vann 1-0 sigur gegn Aftureldingu á Kópavogsvelli en framherjinn Þórður Birgisson skoraði mark heimamanna.

Þá gerðu Leiknismenn góða ferð á Akureyri og unnu þar heimamenn í Þór 0-1 en Ólafur Hrannar Kristjánsson skoraði eina mark leiksins.

Úrslit kvöldsins (heimild: fótbolti.net)



ÍR 0 - 2 ÍA

0-1 Andri Júlíusson ('52)

0-2 Andri Júlíusson ('70)

HK 1 - 0 Afturelding

1-0 Þórður Birgisson ('61)

Víkingur R. 1 - 3 Haukar

0-1 Garðar Ingvar Geirsson ('48)

1-1 Þorvaldur Sveinn Sveinsson ('71)

1-2 Hilmar Geir Eiðsson ('80)

1-3 Guðjón Pétur Lýðsson ('83)

Þór 0 - 1 Leiknir R.

0-1 Ólafur Hrannar Kristjánsson ('45)

Áttunda umferð klárast svo á morgun með tveimur leikjum. Selfoss fær Fjarðabyggð í heimsókn á Selfossvöll og Víkingur Ólafsvík og KA mætast á Ólafsvíkurvelli.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×