Umfjöllun: Fram vann heimasigur á TNS Elvar Geir Magnússon skrifar 2. júlí 2009 19:36 Auðun Helgason var ekki með Fram og Kristján Hauksson bar fyrirliðabandið. Framarar unnu í kvöld 2-1 sigur á TNS frá Wales í fyrri leik liðanna í Evrópukeppninni en leikið var á Laugardalsvelli. Safamýrarpiltar byrjuðu leikinn illa og það tók þá nokkurn tíma að finna taktinn. Í seinni hálfleik höfðu þeir öll völd og eru væntanlega svekktir að hafa ekki náð að bæta við forystuna fyrir seinni leikinn enda fengu þeir færin til þess. Þetta var stór stund fyrir Framara enda fyrsti Evrópuleikur félagsins í sautján ár. Það mátti þó litlu muna að þeir lentu undir snemma því strax á fjórðu mínútu fékk sóknarmaður TNS, Matthew Berkeley, sannkallað dauðafæri þegar hann skaut yfir fyrir opnu marki eftir hrikalegan misskilning í vörn Fram. Skömmu síðar náðu gestirnir að koma knettinum í markið en það taldi ekki þar sem belgíski aðstoðardómarinn flaggaði hornspyrnu. Það tók Framara nokkrar mínútur að ná áttum í leiknum en þeir voru óheppnir að komast ekki yfir þegar boltinn fór í stöngina eftir hornspyrnu frá Sam Tillen. Varnarmanni TNS brast bogalistin og skallaði að eigin marki. Á 24. mínútu tók TNS forystuna en þá skoraði fyrirliðinn Steve Evans með skalla. Kristján Hauksson reyndi að bjarga á marklínu á síðustu stundu en boltinn fór innfyrir línuna. Setja má spurningamerki við markvörslu Hannesar Þórs Halldórssonar. Skömmu seinna átti Berkeley síðan fína skottilraun rétt framhjá. Sam Tillen jafnaði í 1-1 úr vítaspyrnu eftir rúman hálftíma leik en vítið var dæmt eftir að brotið var á Paul McShane. Skömmu áður gerðu Framarar tilkall í annað víti þegar boltinn fór í höndina á varnarmanni NFS en belgíski dómarinn Luc Wouters dæmdi ekkert í það skipti. Staðan var jöfn í hálfleik en seinni hálfleikurinn var ekki gamall þegar Framarar náðu forystunni í leiknum. Boltinn barst þá á Heiðar Geir Júlíusson í teignum eftir góða rispu Almarrs Ormarssonar, Heiðar var einn og algjörlega óvaldaður og fékk hann allan þann tíma sem hann þurfti og rúmlega það til að skora. Eftir þetta áttu Framarar nokkrar virkilega efnilegar sóknir þar sem herslumuninn vantaði. Ingvar Ólason fékk virkilega gott skotfæri rétt fyrir utan teig en boltinn hafði viðkomu í varnarmanni og sigldi svo naumlega framhjá. Skömmu síðar komst Halldór Hermann Jónsson í álitlega stöðu eftir frábæra spilamennsku en Paul Harrison í marki TNS náði að bjarga. Þá slapp Hjálmar Þórarinsson í gegn en aftur var Harrison vel á verði. Framarar eru væntanlega svekktir við að hafa ekki náð að bæta við á lokakafla leiksins en fara allavega með forystu í seinni leikinn sem verður eftir viku á gervigrasvelli í Wales.Fram - TNS 2-1 0-1 Steve Evans (24.) 1-1 Samuel Tillen (víti 33.) 2-1 Heiðar Geir Júlíusson (48.) Áhorfendur: 592.Lið Fram: Hannes Þór Halldórsson (m), Paul McShane, Ingvar Ólason (Hlynur Atli Magnússon 87.), Kristján Hauksson (f), Halldór Hermann Jónsson, Daði Guðmundsson, Heiðar Geir Júlíusson (Ívar Björnsson 70.), Samuel Tillen, Hjálmar Þórarinsson, Almarr Ormarsson (Josep Tillen 70.), Jón Guðni Fjóluson.Lið TNS: Paul Harrison (m), Barry Hogan, Thomas Holmes, Steve Evanse, Phillip Baker, Scott Ruscoe, Matthew Berkeley, Jamie Wood, Craig Jones, Conall Murtagh (Alex Darlington 74.), Daniel Holmes (Cristopher Marriott 83.). Íslenski boltinn Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur Arnars fyrir ögurstundu í Varsjá Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Sjá meira
Framarar unnu í kvöld 2-1 sigur á TNS frá Wales í fyrri leik liðanna í Evrópukeppninni en leikið var á Laugardalsvelli. Safamýrarpiltar byrjuðu leikinn illa og það tók þá nokkurn tíma að finna taktinn. Í seinni hálfleik höfðu þeir öll völd og eru væntanlega svekktir að hafa ekki náð að bæta við forystuna fyrir seinni leikinn enda fengu þeir færin til þess. Þetta var stór stund fyrir Framara enda fyrsti Evrópuleikur félagsins í sautján ár. Það mátti þó litlu muna að þeir lentu undir snemma því strax á fjórðu mínútu fékk sóknarmaður TNS, Matthew Berkeley, sannkallað dauðafæri þegar hann skaut yfir fyrir opnu marki eftir hrikalegan misskilning í vörn Fram. Skömmu síðar náðu gestirnir að koma knettinum í markið en það taldi ekki þar sem belgíski aðstoðardómarinn flaggaði hornspyrnu. Það tók Framara nokkrar mínútur að ná áttum í leiknum en þeir voru óheppnir að komast ekki yfir þegar boltinn fór í stöngina eftir hornspyrnu frá Sam Tillen. Varnarmanni TNS brast bogalistin og skallaði að eigin marki. Á 24. mínútu tók TNS forystuna en þá skoraði fyrirliðinn Steve Evans með skalla. Kristján Hauksson reyndi að bjarga á marklínu á síðustu stundu en boltinn fór innfyrir línuna. Setja má spurningamerki við markvörslu Hannesar Þórs Halldórssonar. Skömmu seinna átti Berkeley síðan fína skottilraun rétt framhjá. Sam Tillen jafnaði í 1-1 úr vítaspyrnu eftir rúman hálftíma leik en vítið var dæmt eftir að brotið var á Paul McShane. Skömmu áður gerðu Framarar tilkall í annað víti þegar boltinn fór í höndina á varnarmanni NFS en belgíski dómarinn Luc Wouters dæmdi ekkert í það skipti. Staðan var jöfn í hálfleik en seinni hálfleikurinn var ekki gamall þegar Framarar náðu forystunni í leiknum. Boltinn barst þá á Heiðar Geir Júlíusson í teignum eftir góða rispu Almarrs Ormarssonar, Heiðar var einn og algjörlega óvaldaður og fékk hann allan þann tíma sem hann þurfti og rúmlega það til að skora. Eftir þetta áttu Framarar nokkrar virkilega efnilegar sóknir þar sem herslumuninn vantaði. Ingvar Ólason fékk virkilega gott skotfæri rétt fyrir utan teig en boltinn hafði viðkomu í varnarmanni og sigldi svo naumlega framhjá. Skömmu síðar komst Halldór Hermann Jónsson í álitlega stöðu eftir frábæra spilamennsku en Paul Harrison í marki TNS náði að bjarga. Þá slapp Hjálmar Þórarinsson í gegn en aftur var Harrison vel á verði. Framarar eru væntanlega svekktir við að hafa ekki náð að bæta við á lokakafla leiksins en fara allavega með forystu í seinni leikinn sem verður eftir viku á gervigrasvelli í Wales.Fram - TNS 2-1 0-1 Steve Evans (24.) 1-1 Samuel Tillen (víti 33.) 2-1 Heiðar Geir Júlíusson (48.) Áhorfendur: 592.Lið Fram: Hannes Þór Halldórsson (m), Paul McShane, Ingvar Ólason (Hlynur Atli Magnússon 87.), Kristján Hauksson (f), Halldór Hermann Jónsson, Daði Guðmundsson, Heiðar Geir Júlíusson (Ívar Björnsson 70.), Samuel Tillen, Hjálmar Þórarinsson, Almarr Ormarsson (Josep Tillen 70.), Jón Guðni Fjóluson.Lið TNS: Paul Harrison (m), Barry Hogan, Thomas Holmes, Steve Evanse, Phillip Baker, Scott Ruscoe, Matthew Berkeley, Jamie Wood, Craig Jones, Conall Murtagh (Alex Darlington 74.), Daniel Holmes (Cristopher Marriott 83.).
Íslenski boltinn Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur Arnars fyrir ögurstundu í Varsjá Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Sjá meira