Aeroflot keppir við Icelandair um kaupin á CSA 24. mars 2009 15:48 Rússneska flugfélagið Aeroflot ætlar sér að bjóða í tékkneska ríkisflugfélagið Czech Airlines (CSA) og mun þar keppa meðal annars við Travel Service sem er dótturfélag Icelandair í Tékklandi. Samkvæmt frétt um málið á Reuters segir að auk Areoflot og Travel Service hafi Air France einnig áhuga á að skoða kaup á CSA. Fjármálaráðuneyti Tékklands lokaði fyrir fyrstu umferð í söluferlinu á CSA gær en ætlunin er að selja 91,5% hlut ríkisins í félaginu. Talið er að verðmæti þessara hlutar sé um fimm milljarðar tékkneskra króna eða um 30 milljarðar kr. Talsmaður ráðuneytisins segir í samtali við Reuters að þar á bæ voni menn að sölunni ljúki í september á þessu ári. Á næstunni verði ákveðið hverjir fái að gera bindandi tilboð í CSA. Þeir sem fá að bjóða í CSA verða að uppfylla nokkur skilyrði. Þeirra á meðal eru að CSA haldi stöðu sinni sem tékkneskt eða evrópskt flugfélag til að koma í veg fyrir að félagið glati flugleiðum sínum utan Evrópu. Rekstur CSA hefur verið erfiður undanfarið ár svipað og hjá flestum öðrum flugfélögunum í heiminum. Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Rússneska flugfélagið Aeroflot ætlar sér að bjóða í tékkneska ríkisflugfélagið Czech Airlines (CSA) og mun þar keppa meðal annars við Travel Service sem er dótturfélag Icelandair í Tékklandi. Samkvæmt frétt um málið á Reuters segir að auk Areoflot og Travel Service hafi Air France einnig áhuga á að skoða kaup á CSA. Fjármálaráðuneyti Tékklands lokaði fyrir fyrstu umferð í söluferlinu á CSA gær en ætlunin er að selja 91,5% hlut ríkisins í félaginu. Talið er að verðmæti þessara hlutar sé um fimm milljarðar tékkneskra króna eða um 30 milljarðar kr. Talsmaður ráðuneytisins segir í samtali við Reuters að þar á bæ voni menn að sölunni ljúki í september á þessu ári. Á næstunni verði ákveðið hverjir fái að gera bindandi tilboð í CSA. Þeir sem fá að bjóða í CSA verða að uppfylla nokkur skilyrði. Þeirra á meðal eru að CSA haldi stöðu sinni sem tékkneskt eða evrópskt flugfélag til að koma í veg fyrir að félagið glati flugleiðum sínum utan Evrópu. Rekstur CSA hefur verið erfiður undanfarið ár svipað og hjá flestum öðrum flugfélögunum í heiminum.
Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira