Tenniskappinn Rafael Nadal vann landa sinn Nicolas Almagro á opna bandaríska meistaramótinu í dag en óvíst er þó hvort að Nadal geti haldið keppni áfram vegna meiðsla.
Nadal þurfti á læknisaðstoð að halda í þriðja setti gegn Almagro og óvíst er hvort að hann geti mætt Gael Monfils í 16-manna úrslitunum.
Nadal er nýbyrjaður að spila aftur eftir að hafa verið frá vegna hnémeiðsla sem héldu honum til að mynda frá þátttöku á Wimbledon mótinu fyrr í sumar.