Vígð smámenni Davíð Þór Jónsson skrifar 19. október 2009 06:00 Kristur tók sér alltaf stöðu með hinum kúguðu og forsmáðu, gegn kúgurum og valdníðingum. Kirkja sem ekki gerir það getur ekki gert neina kröfu til þess að teljast kirkja Krists á jörð. Þetta er svona einfalt. Stofnun sem tekur sér stöðu með þeim sem uppvís hefur orðið að siðferðisbroti, gegn fórnarlömbunum, er ekki kirkja heldur ömurleg afskræming alls þess sem kirkja á að vera. Kirkja er samfélag. Hagsmunir samfélags verða alltaf að vega þyngra en hagsmunir einstaklinganna sem þjóna því. Kirkjunni ber ávallt að vera stærri en persónuleikarnir sem gegna embættum á vegum hennar. Því miður hefur mörgum klerkum þó að undanförnu virst með öllu fyrirmunað að taka velferð kirkjunnar fram yfir persónulega hagsmuni sína, of blindaðir af embættisást til að sjá tjónið sem þeir valda. Nema þeim sé skítsama. Afraksturinn er trausti rúin Þjóðkirkja. Nýjasta dæmið er mál Gunnars Björnssonar. Þar sem hann var sýknaður af ákæru um kynferðisbrot, bæði í héraði og í Hæstarétti, telur hann sig geta snúið aftur í embætti sitt eins og ekkert hafi í skorist, þrátt fyrir að rannsókn málsins hafi leitt í ljós að hann strauk unglingsstúlkum og kyssti þær, þrátt fyrir að sóknarnefnd hafi lagst gegn því að hann snúi aftur til starfa og Fagráð Þjóðkirkjunnar um kynferðisbrot sé sama sinnis. Aukinheldur rauf hann bæði vígslueið sinn, „að vera öðrum til fyrirmyndar og styrktar í sannri trú og grandvöru líferni", og braut siðareglur Prestafélags Íslands þar sem segir: „Prestur má ekki undir neinum kringumstæðum misnota aðstöðu sína sem sálusorgari eða ógna velferð skjólstæðings, s.s. með kynferðislegri áreitni, né vanvirða tilfinningar hans og tiltrú með öðrum hætti." Þótt dómstólar telji framferði hans ekki falla undir skilgreininguna á kynferðislegri áreitni er óvefengjanlegt að tilfinningar stúlknanna voru vanvirtar og tiltrú þeirra ógnað. Úrskurðarnefnd Þjóðkirkjunnar telur að Gunnar hafi gerst sekur um ótvírætt siðferðisbrot þótt hún treysti sér ekki til að mæla með því við biskup að hann yrði sviptur brauðinu. Ástæða þess er einfaldlega sú að vegna einhvers, sem aðeins getur verið handvömm við samningu starfsreglna nefndarinnar, hefur hún engin úrræði að grípa til vegna siðferðisbrota. Þegar framin eru svokölluð agabrot horfir málið öðruvísi við. Þá getur hún mælt með tafarlausri brottvikningu. Gunnar var af einhverjum óskiljanlegum ástæðum ekki fundinn sekur um agabrot. Biskupi var því vandi á höndum. Hann þurfti að ákveða hvað gera skyldi við prest, margsekan um siðferðisbrot, sem sóknarnefnd vildi losna við, en sem nýtur verndar laga um starfsöryggi opinberra starfsmanna, þótt fráleitt sé að ætla að þau hafi verið sett í þeim tilgangi að vernda trúarleiðtoga sem káfa á börnum. Ólögmæt brottvikning hefði getað kostað himinháar skaðabætur. Sýnir þetta auðvitað betur en nokkuð annað hve brýnt það er að um Þjóðkirkjuna fari að gilda sömu lög og um trúfélög almennt. Hvernig getur kirkja, sem er með öllu úrræðalaus gagnvart siðferðisbrotum þjóna sinna, ætlast til þess að á henni sé tekið mark um siðferðileg álitamál? Ekki þarf að fara í neinar grafgötur með það hvernig brugðist yrði við ef starfsmaður annarrar æskulýðsstarfssemi yrði uppvís að sams konar siðferðisbroti. Biskup kvað upp sannkallaðan Salómonsúrskurð. Gunnar skyldi halda starfi, en vera falin önnur verkefni, þar sem hæfileikar hans njóta sín og ekki er krafist náinnar umgengni við börn undir lögaldri. Gunnar kaus hins vegar að hrækja á þessa líflínu, sem biskup af mildi sinni varpaði til hans, með því að lýsa því yfir að hann myndi hunsa þessi fyrirmæli. Nú er aðeins hægt að vona að þá lítilsvirðingu, sem Gunnar sýnir persónu biskups Íslands og valdi hans, sem æðsta embættismanns Þjóðkirkjunnar, með viðbrögðum sínum, megi skilgreina sem agabrotið sem svo sárlega vantar á ferilsskrá hans til að hægt sé með lögmætum hætti að svipta hann hempunni í eitt skipti fyrir öll. Tíu prestar hafa lýst yfir stuðningi við Gunnar í baráttu hans fyrir brauðinu. Það er sorglegt. Enn sorglegra er þó að aðrir prestar Þjóðkirkjunnar, sem telja á annað hundraðið, skuli þegja þunnu hljóði í stað þess að fylkja liði að baki biskupi sínum. Að mínu mati ber þeim tafarlaust að lýsa yfir algjörum stuðningi við biskup í því mikilvæga verkefni sem hann virðist, til allrar hamingju, ætla að taka sér fyrir hendur: Að sýna í verki að Þjóðkirkjan vill að sönnu vera kirkja Krists á jörð en ekki hagsmunagæsla fyrir vígð smámenni. Höfundur er við framhaldsnám í guðfræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Þór Jónsson Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Kristur tók sér alltaf stöðu með hinum kúguðu og forsmáðu, gegn kúgurum og valdníðingum. Kirkja sem ekki gerir það getur ekki gert neina kröfu til þess að teljast kirkja Krists á jörð. Þetta er svona einfalt. Stofnun sem tekur sér stöðu með þeim sem uppvís hefur orðið að siðferðisbroti, gegn fórnarlömbunum, er ekki kirkja heldur ömurleg afskræming alls þess sem kirkja á að vera. Kirkja er samfélag. Hagsmunir samfélags verða alltaf að vega þyngra en hagsmunir einstaklinganna sem þjóna því. Kirkjunni ber ávallt að vera stærri en persónuleikarnir sem gegna embættum á vegum hennar. Því miður hefur mörgum klerkum þó að undanförnu virst með öllu fyrirmunað að taka velferð kirkjunnar fram yfir persónulega hagsmuni sína, of blindaðir af embættisást til að sjá tjónið sem þeir valda. Nema þeim sé skítsama. Afraksturinn er trausti rúin Þjóðkirkja. Nýjasta dæmið er mál Gunnars Björnssonar. Þar sem hann var sýknaður af ákæru um kynferðisbrot, bæði í héraði og í Hæstarétti, telur hann sig geta snúið aftur í embætti sitt eins og ekkert hafi í skorist, þrátt fyrir að rannsókn málsins hafi leitt í ljós að hann strauk unglingsstúlkum og kyssti þær, þrátt fyrir að sóknarnefnd hafi lagst gegn því að hann snúi aftur til starfa og Fagráð Þjóðkirkjunnar um kynferðisbrot sé sama sinnis. Aukinheldur rauf hann bæði vígslueið sinn, „að vera öðrum til fyrirmyndar og styrktar í sannri trú og grandvöru líferni", og braut siðareglur Prestafélags Íslands þar sem segir: „Prestur má ekki undir neinum kringumstæðum misnota aðstöðu sína sem sálusorgari eða ógna velferð skjólstæðings, s.s. með kynferðislegri áreitni, né vanvirða tilfinningar hans og tiltrú með öðrum hætti." Þótt dómstólar telji framferði hans ekki falla undir skilgreininguna á kynferðislegri áreitni er óvefengjanlegt að tilfinningar stúlknanna voru vanvirtar og tiltrú þeirra ógnað. Úrskurðarnefnd Þjóðkirkjunnar telur að Gunnar hafi gerst sekur um ótvírætt siðferðisbrot þótt hún treysti sér ekki til að mæla með því við biskup að hann yrði sviptur brauðinu. Ástæða þess er einfaldlega sú að vegna einhvers, sem aðeins getur verið handvömm við samningu starfsreglna nefndarinnar, hefur hún engin úrræði að grípa til vegna siðferðisbrota. Þegar framin eru svokölluð agabrot horfir málið öðruvísi við. Þá getur hún mælt með tafarlausri brottvikningu. Gunnar var af einhverjum óskiljanlegum ástæðum ekki fundinn sekur um agabrot. Biskupi var því vandi á höndum. Hann þurfti að ákveða hvað gera skyldi við prest, margsekan um siðferðisbrot, sem sóknarnefnd vildi losna við, en sem nýtur verndar laga um starfsöryggi opinberra starfsmanna, þótt fráleitt sé að ætla að þau hafi verið sett í þeim tilgangi að vernda trúarleiðtoga sem káfa á börnum. Ólögmæt brottvikning hefði getað kostað himinháar skaðabætur. Sýnir þetta auðvitað betur en nokkuð annað hve brýnt það er að um Þjóðkirkjuna fari að gilda sömu lög og um trúfélög almennt. Hvernig getur kirkja, sem er með öllu úrræðalaus gagnvart siðferðisbrotum þjóna sinna, ætlast til þess að á henni sé tekið mark um siðferðileg álitamál? Ekki þarf að fara í neinar grafgötur með það hvernig brugðist yrði við ef starfsmaður annarrar æskulýðsstarfssemi yrði uppvís að sams konar siðferðisbroti. Biskup kvað upp sannkallaðan Salómonsúrskurð. Gunnar skyldi halda starfi, en vera falin önnur verkefni, þar sem hæfileikar hans njóta sín og ekki er krafist náinnar umgengni við börn undir lögaldri. Gunnar kaus hins vegar að hrækja á þessa líflínu, sem biskup af mildi sinni varpaði til hans, með því að lýsa því yfir að hann myndi hunsa þessi fyrirmæli. Nú er aðeins hægt að vona að þá lítilsvirðingu, sem Gunnar sýnir persónu biskups Íslands og valdi hans, sem æðsta embættismanns Þjóðkirkjunnar, með viðbrögðum sínum, megi skilgreina sem agabrotið sem svo sárlega vantar á ferilsskrá hans til að hægt sé með lögmætum hætti að svipta hann hempunni í eitt skipti fyrir öll. Tíu prestar hafa lýst yfir stuðningi við Gunnar í baráttu hans fyrir brauðinu. Það er sorglegt. Enn sorglegra er þó að aðrir prestar Þjóðkirkjunnar, sem telja á annað hundraðið, skuli þegja þunnu hljóði í stað þess að fylkja liði að baki biskupi sínum. Að mínu mati ber þeim tafarlaust að lýsa yfir algjörum stuðningi við biskup í því mikilvæga verkefni sem hann virðist, til allrar hamingju, ætla að taka sér fyrir hendur: Að sýna í verki að Þjóðkirkjan vill að sönnu vera kirkja Krists á jörð en ekki hagsmunagæsla fyrir vígð smámenni. Höfundur er við framhaldsnám í guðfræði við Háskóla Íslands.
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun