Rauðlitaðir hlutabréfamarkaðir víða um heim 8. janúar 2009 09:11 Miðlarar rýna í markaðinn. Mynd/AP Lækkun einkennir helstu hlutabréfamarkaði víða um heim eftir verðfall á bandarískum fjármálamörkuðum í gær. Helsta skýringin á fallinu eru væntingar um aukið atvinnuleysi vestanhafs og almennt slæmar afkomutölur bandarískra stórfyrirtækja. Staðfestar atvinnuleysistölur verða gefnar út á föstudag. Almennt er þó búist við að atvinnulausum muni fjölga um sjö hundruð þúsund á milli mánaða. Þá hefur fjármálakreppan sett stórt strik í reikning stórfyrirtækja á borð við bandaríska tæknirisans Intel og afþreyingafyrirtækisins Time Warner auk þess sem bandarísa álfyrirtækið Alcoa tilkynnti í vikunni að það myndi segja upp tíu prósentum af starfsfólki sínu. Bandaríska dagblaðið Los Angeles Times sagðí í gærkvöldi tölurnar endurspegla þá slæmu stöðu sem komin sé upp í efnahagslífinu þar í landi. Í kjölfar tíðindanna féll Dow Jones-hlutabréfavísitalan um 2,72 prósent og S&P 500-vísitalan um slétt þrjú prósent. Þetta smitaði svo út frá sér á aðra markaði, svo sem til Asíu en Nikkei-vísitalan féll um fjögur prósent. Lækkunar gætir sömuleiðis í morgunsárið á evrópskum hlutabréfamörkuðum. Þannig hefur FTSE-hlutabréfavísitalan í Bretlandi lækkað um 0,35 prósent, DAX-vísitalan í Þýskalandi um 0,92 prósent og CAC-40 vísitalan í Frakklandi um 0,76 prósent. Norrænir markaðir hafa ekki farið varhluta af lækkunarhrinunni ef frá er skilin danski hlutabréfamarkaðurinn. Mest er fallið í Helsinki í Finnlandi, eða mínus 2,25 prósent en minnst í kauphöllinni í Stokkhólmi í Svíþjóð. Hún hefur lækkað um 0,86 prósent. C-20 hlutabréfavísitalan í kauphöllinni í Kaupmannahöfn í Danmörku hefur á móti hækkað um 0,36 prósent. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Lækkun einkennir helstu hlutabréfamarkaði víða um heim eftir verðfall á bandarískum fjármálamörkuðum í gær. Helsta skýringin á fallinu eru væntingar um aukið atvinnuleysi vestanhafs og almennt slæmar afkomutölur bandarískra stórfyrirtækja. Staðfestar atvinnuleysistölur verða gefnar út á föstudag. Almennt er þó búist við að atvinnulausum muni fjölga um sjö hundruð þúsund á milli mánaða. Þá hefur fjármálakreppan sett stórt strik í reikning stórfyrirtækja á borð við bandaríska tæknirisans Intel og afþreyingafyrirtækisins Time Warner auk þess sem bandarísa álfyrirtækið Alcoa tilkynnti í vikunni að það myndi segja upp tíu prósentum af starfsfólki sínu. Bandaríska dagblaðið Los Angeles Times sagðí í gærkvöldi tölurnar endurspegla þá slæmu stöðu sem komin sé upp í efnahagslífinu þar í landi. Í kjölfar tíðindanna féll Dow Jones-hlutabréfavísitalan um 2,72 prósent og S&P 500-vísitalan um slétt þrjú prósent. Þetta smitaði svo út frá sér á aðra markaði, svo sem til Asíu en Nikkei-vísitalan féll um fjögur prósent. Lækkunar gætir sömuleiðis í morgunsárið á evrópskum hlutabréfamörkuðum. Þannig hefur FTSE-hlutabréfavísitalan í Bretlandi lækkað um 0,35 prósent, DAX-vísitalan í Þýskalandi um 0,92 prósent og CAC-40 vísitalan í Frakklandi um 0,76 prósent. Norrænir markaðir hafa ekki farið varhluta af lækkunarhrinunni ef frá er skilin danski hlutabréfamarkaðurinn. Mest er fallið í Helsinki í Finnlandi, eða mínus 2,25 prósent en minnst í kauphöllinni í Stokkhólmi í Svíþjóð. Hún hefur lækkað um 0,86 prósent. C-20 hlutabréfavísitalan í kauphöllinni í Kaupmannahöfn í Danmörku hefur á móti hækkað um 0,36 prósent.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira