Rauðlitaðir hlutabréfamarkaðir víða um heim 8. janúar 2009 09:11 Miðlarar rýna í markaðinn. Mynd/AP Lækkun einkennir helstu hlutabréfamarkaði víða um heim eftir verðfall á bandarískum fjármálamörkuðum í gær. Helsta skýringin á fallinu eru væntingar um aukið atvinnuleysi vestanhafs og almennt slæmar afkomutölur bandarískra stórfyrirtækja. Staðfestar atvinnuleysistölur verða gefnar út á föstudag. Almennt er þó búist við að atvinnulausum muni fjölga um sjö hundruð þúsund á milli mánaða. Þá hefur fjármálakreppan sett stórt strik í reikning stórfyrirtækja á borð við bandaríska tæknirisans Intel og afþreyingafyrirtækisins Time Warner auk þess sem bandarísa álfyrirtækið Alcoa tilkynnti í vikunni að það myndi segja upp tíu prósentum af starfsfólki sínu. Bandaríska dagblaðið Los Angeles Times sagðí í gærkvöldi tölurnar endurspegla þá slæmu stöðu sem komin sé upp í efnahagslífinu þar í landi. Í kjölfar tíðindanna féll Dow Jones-hlutabréfavísitalan um 2,72 prósent og S&P 500-vísitalan um slétt þrjú prósent. Þetta smitaði svo út frá sér á aðra markaði, svo sem til Asíu en Nikkei-vísitalan féll um fjögur prósent. Lækkunar gætir sömuleiðis í morgunsárið á evrópskum hlutabréfamörkuðum. Þannig hefur FTSE-hlutabréfavísitalan í Bretlandi lækkað um 0,35 prósent, DAX-vísitalan í Þýskalandi um 0,92 prósent og CAC-40 vísitalan í Frakklandi um 0,76 prósent. Norrænir markaðir hafa ekki farið varhluta af lækkunarhrinunni ef frá er skilin danski hlutabréfamarkaðurinn. Mest er fallið í Helsinki í Finnlandi, eða mínus 2,25 prósent en minnst í kauphöllinni í Stokkhólmi í Svíþjóð. Hún hefur lækkað um 0,86 prósent. C-20 hlutabréfavísitalan í kauphöllinni í Kaupmannahöfn í Danmörku hefur á móti hækkað um 0,36 prósent. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Lækkun einkennir helstu hlutabréfamarkaði víða um heim eftir verðfall á bandarískum fjármálamörkuðum í gær. Helsta skýringin á fallinu eru væntingar um aukið atvinnuleysi vestanhafs og almennt slæmar afkomutölur bandarískra stórfyrirtækja. Staðfestar atvinnuleysistölur verða gefnar út á föstudag. Almennt er þó búist við að atvinnulausum muni fjölga um sjö hundruð þúsund á milli mánaða. Þá hefur fjármálakreppan sett stórt strik í reikning stórfyrirtækja á borð við bandaríska tæknirisans Intel og afþreyingafyrirtækisins Time Warner auk þess sem bandarísa álfyrirtækið Alcoa tilkynnti í vikunni að það myndi segja upp tíu prósentum af starfsfólki sínu. Bandaríska dagblaðið Los Angeles Times sagðí í gærkvöldi tölurnar endurspegla þá slæmu stöðu sem komin sé upp í efnahagslífinu þar í landi. Í kjölfar tíðindanna féll Dow Jones-hlutabréfavísitalan um 2,72 prósent og S&P 500-vísitalan um slétt þrjú prósent. Þetta smitaði svo út frá sér á aðra markaði, svo sem til Asíu en Nikkei-vísitalan féll um fjögur prósent. Lækkunar gætir sömuleiðis í morgunsárið á evrópskum hlutabréfamörkuðum. Þannig hefur FTSE-hlutabréfavísitalan í Bretlandi lækkað um 0,35 prósent, DAX-vísitalan í Þýskalandi um 0,92 prósent og CAC-40 vísitalan í Frakklandi um 0,76 prósent. Norrænir markaðir hafa ekki farið varhluta af lækkunarhrinunni ef frá er skilin danski hlutabréfamarkaðurinn. Mest er fallið í Helsinki í Finnlandi, eða mínus 2,25 prósent en minnst í kauphöllinni í Stokkhólmi í Svíþjóð. Hún hefur lækkað um 0,86 prósent. C-20 hlutabréfavísitalan í kauphöllinni í Kaupmannahöfn í Danmörku hefur á móti hækkað um 0,36 prósent.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira