Gengi hlutabréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum féll um 21,4 prósent í Kauphöllinni í dag og er það mesta fall dagsins. Þá féll gengi bréfa í Straumi um 3,59 prósent og í Össuri um 2,29 prósent. Þá lækkaði gengi bréfa Marel Food Systems um 1,67 prósent og Bakkavarar um 1,56 prósent.
Gengi bréfa í Færeyjabanka hækkaði um 0,5 prósent á sama tíma og stendur það í 100 dönskum krónum á hlut.
Gamla Úrvalsvísitalan (OMXI15) féll um 2,74 prósent, endaði í 270 stigum og hefur aldrei verið lægri. Þá lækkaði nýja Úrvalsvísitalan um 1,87 prósent og endaði hún í 824 stigum.