Árið 2009 var frábært hjá tenniskonunni Serenu Williams og hún var valinn íþróttakona ársins af blaðamönnum AP-fréttastofunnar og það með miklum yfirburðum.
Williams fékk 66 af 158 mögulegum atkvæðum í kjörinu. Engin önnur íþróttakona fékk meira en 18 atkvæði.
Williams hlaut þennan titil síðast árið 2002.