Handbolti

Haukar mæta spænsku liði

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Einar Örn Jónsson í leik með Haukum.
Einar Örn Jónsson í leik með Haukum.

Dregið var í 16-liða úrslit EHF-bikarkeppninnar í dag en Íslandsmeistarar Hauka eru meðal þátttakenda.

Haukar drógust gegn spænska liðinu Naturhouse Ciudad de Logrono sem sló út Rauðu stjörnunna frá Belgrad í 32-liða úrslitum.

Liðið er sem stendur í sjötta sæti spænsku úrvalsdeildarinnar með tólf stig, tíu stigum á eftir toppliði Ciudad Real.

Fjölmörg Íslendingalið voru í pottinum. Kadetten Schaffhausen, lið Björgvins Páls Gústavssonar mætir Sarja Astrachan frá Rússlandi og Lemgo mætir Benfica frá Lissabon. Logi Geirsson og Vignir Svavarsson leika með Lemgo.

Alexander Petersson og félagar í Flensburg mæta franska liðinu Istres en boðið verður upp á Íslendingaslag þegar að Dunkerque frá Frakklandi mætir GOG frá Danmörku.

Ragnar Óskarsson leikur með Dunkerque en Guðmundur Guðmundsson er þjálfari GOG. Þá leikur Ásgeir Örn Hallgrímsson með GOG.

Einnig var dregið í 16-liða úrslit Evrópukeppni bikarhafa. Róbert Gunnarsson og félagar í Gummersbach mæta Braga frá Portúgal.

Guif, lið þeirra bræðra Kristjáns og Hauks Andréssona, dróst gegn Reyno de Navarra frá Spáni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×