Mikill heiður að vera valinn í þennan sterka hóp Henry Birgir Gunnarsson skrifar 30. desember 2009 06:00 Ólafur Guðmundsson, leikmaður FH. Mynd/Valli Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, kom nokkuð á óvart með því að velja hinn 19 ára FH-ing, Ólaf Guðmundsson, í 17 manna EM-hópinn sem tilkynntur var í gær. Ólafur hefur ekki enn leikið landsleik en enginn efast um að þar er á ferð upprennandi stórskytta sem á klárlega eftir að gera það gott með landsliðinu í framtíðinni. „Ég fékk að vita af þessu í morgun [í gær] þegar Guðmundur hringdi í mig. Það var afar ánægjulegt símtal. Ég bjóst ekkert endilega við því að vera valinn en ég var samt í síðasta hópi og hef verið að standa mig vel þannig að ég vonaði það besta," sagði Ólafur við Fréttablaðið í gær. „Ég er að sjálfsögðu hrikalega ánægður. Þetta eru stórar og flottar fréttir fyrir mig. Það er náttúrulega ekkert alveg öruggt að ég fari út en ég mun mæta á æfingar, selja mig dýrt og gera mitt allra besta. Það er svo undir þjálfaranum komið hvort hann tekur mig með eða ekki." Hinn ungi Ólafur er í afar góðum félagsskap en alls eru 13 silfurverðlaunahafar frá ÓL í Peking af 17 leikmönnum í hópnum. Þeir fjórir sem voru ekki á Ólympíuleikunum eru Ólafur, Aron Pálmarsson, Vignir Svavarsson og Þórir Ólafsson. „Það er mikill heiður fyrir mig að vera valinn í þennan sterka hóp. Flott fyrir 19 ára strák sem á enn eftir að spila landsleik. Þetta er þess utan líklega einhver sterkasti landsliðshópur sem Ísland hefur átt lengi," sagði Ólafur sem finnst ekkert erfitt að æfa með öllum stjörnunum. „Ég fékk pínu sjokk þegar ég mætti fyrst enda allt strákar sem maður hefur verið að horfa á í sjónvarpinu lengi og litið upp til. Það rann af mér fljótt. Á endanum er þetta samt bara handbolti sem snýst um að henda boltanum í markið og skora meira en andstæðingurinn," sagði Ólafur. Skyttan unga segir ánægjulegt að leikmenn hér á Íslandi gleymist ekki hjá þjálfaranum. „Óskar Bjarni aðstoðarþjálfari fylgist auðvitað vel með og lætur Guðmund vita af því hvernig við séum að spila. Það er jákvætt að menn hér heima eigi sama möguleika og aðrir." Íslenski handboltinn Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, kom nokkuð á óvart með því að velja hinn 19 ára FH-ing, Ólaf Guðmundsson, í 17 manna EM-hópinn sem tilkynntur var í gær. Ólafur hefur ekki enn leikið landsleik en enginn efast um að þar er á ferð upprennandi stórskytta sem á klárlega eftir að gera það gott með landsliðinu í framtíðinni. „Ég fékk að vita af þessu í morgun [í gær] þegar Guðmundur hringdi í mig. Það var afar ánægjulegt símtal. Ég bjóst ekkert endilega við því að vera valinn en ég var samt í síðasta hópi og hef verið að standa mig vel þannig að ég vonaði það besta," sagði Ólafur við Fréttablaðið í gær. „Ég er að sjálfsögðu hrikalega ánægður. Þetta eru stórar og flottar fréttir fyrir mig. Það er náttúrulega ekkert alveg öruggt að ég fari út en ég mun mæta á æfingar, selja mig dýrt og gera mitt allra besta. Það er svo undir þjálfaranum komið hvort hann tekur mig með eða ekki." Hinn ungi Ólafur er í afar góðum félagsskap en alls eru 13 silfurverðlaunahafar frá ÓL í Peking af 17 leikmönnum í hópnum. Þeir fjórir sem voru ekki á Ólympíuleikunum eru Ólafur, Aron Pálmarsson, Vignir Svavarsson og Þórir Ólafsson. „Það er mikill heiður fyrir mig að vera valinn í þennan sterka hóp. Flott fyrir 19 ára strák sem á enn eftir að spila landsleik. Þetta er þess utan líklega einhver sterkasti landsliðshópur sem Ísland hefur átt lengi," sagði Ólafur sem finnst ekkert erfitt að æfa með öllum stjörnunum. „Ég fékk pínu sjokk þegar ég mætti fyrst enda allt strákar sem maður hefur verið að horfa á í sjónvarpinu lengi og litið upp til. Það rann af mér fljótt. Á endanum er þetta samt bara handbolti sem snýst um að henda boltanum í markið og skora meira en andstæðingurinn," sagði Ólafur. Skyttan unga segir ánægjulegt að leikmenn hér á Íslandi gleymist ekki hjá þjálfaranum. „Óskar Bjarni aðstoðarþjálfari fylgist auðvitað vel með og lætur Guðmund vita af því hvernig við séum að spila. Það er jákvætt að menn hér heima eigi sama möguleika og aðrir."
Íslenski handboltinn Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Sjá meira