Lögreglan í Detroit segir að kona hafi fengið stól í sig í lok leiks Detroit Red Wings og Anaheim Ducks í NHL-deildinni.
Það var Bob Murray, stjórnarformaður Anaheim, sem kastaði stólnum í bræðiskasti eftir að lið hans hafði tapað oddaleik gegn Red Wings í úrslitakeppninni.
Murray bað konuna afsökunar og merkilegt nokk þá ákvað hún ekki að kæra atvikið. Murray sagði sjálfur að um algert slys hafi verið að ræða.