Fótbolti

Barcelona endurheimti sex stiga forskot sitt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bojan Krkic skoraði bæði mörk Barcelona í kvöld.
Bojan Krkic skoraði bæði mörk Barcelona í kvöld. Mynd/AFP

Pep Guardiola valdi táninginn Bojan Krkic yfir markahæsta leikmann spænsku deildarinnar, Samuel Eto'o, og Boban svaraði með því að skora bæði mörk Barcelona í 2-0 útisigri á Almeria í kvöld.

Barcelona náði þar með aftur sex stiga forskoti á toppnum eftir að Real Madrid hafði minnkað það niður í þrjú stig með 5-2 sigri á Athletic Bilbao á laugardaginn. Það eru ellefu leikir eftir af deildinni og því mikið eftir enn.

Hinn 18 ára Boban skoraði bæði mörkin sín í seinni hálfleik, það fyrra eftir að Lionel Messi hafði skotið í stöng og það síðara þremur mínútum síðar eftir flottan undirbúning Daniel Alves og Andres Iniesta.

Eiður Smári Guðjohnsen kom inn á sem varamaður fyrir Seydou Keita á 82. mínútu en kom lítið við sögu á lokamínútunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×