Finnar vilja ekki verja loftrými Íslands Guðjón Helgason skrifar 10. maí 2009 19:06 Finnar hafa engan áhuga á að taka þátt í loftrýmiseftirliti yfir Íslandi. Þetta kemur fram í viðtali við finnska varnarmálaráðherrann Jyri Häkämies í finnska blaðinu Turun Sanomat í dag. Varnarmálaráðherrar Norðurlandanna koma saman til fundar í Helsinki í Finnlandi á þriðjudaginn og miðvikudaginn til að ræða nánara varnarsamstarf ríkjanna. Þar verður án efa rædd nánar skýrsla Thorvalds Stoltenbergs, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs, frá því fyrr á þessu ári þar sem lagt var til að Norðurlöndin tækju saman yfir ábyrgð á loftrýmiseftirliti yfir Íslandi sem hefur verið í umsjá Atlanatshafsbandalagsins síðan varnarliðið Bandaríska fór frá Íslandi og herstöðinn á Miðnesheiði var lokað. Íslenska ríkið samdi við NATO um að ríki bandalagsins myndu senda herlið með þotur til Íslands nokkrum sinnum á ári tæpan mánuð í senn til að sjá um loftrýmiseftirlitið. Frakkar, Bandaríkjamenn og Danir hafa sent sveitir og norsk hersveit væntanleg í þessum mánuði. Í viðtalinu við Turun Sanomat segir Häkämies að það yrði oft dýrt fyrir Finna að taka þátt í eftirlitinu. Hann segir þetta pólitíska spurningu en hér sé um að ræða eftirlit með loftrými hjá NATO þjóð en Finnar eru ekki í bandalaginu. Auk þess myndi eftirlit sem þetta kosta sitt. Nýlega hafi tekist að koma rekstir finnska flughersins á núllið og því sé það ekki fyrsta verk á dagskrá að senda þotur eitthvert út í heim. Fréttir Innlent Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Finnar hafa engan áhuga á að taka þátt í loftrýmiseftirliti yfir Íslandi. Þetta kemur fram í viðtali við finnska varnarmálaráðherrann Jyri Häkämies í finnska blaðinu Turun Sanomat í dag. Varnarmálaráðherrar Norðurlandanna koma saman til fundar í Helsinki í Finnlandi á þriðjudaginn og miðvikudaginn til að ræða nánara varnarsamstarf ríkjanna. Þar verður án efa rædd nánar skýrsla Thorvalds Stoltenbergs, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs, frá því fyrr á þessu ári þar sem lagt var til að Norðurlöndin tækju saman yfir ábyrgð á loftrýmiseftirliti yfir Íslandi sem hefur verið í umsjá Atlanatshafsbandalagsins síðan varnarliðið Bandaríska fór frá Íslandi og herstöðinn á Miðnesheiði var lokað. Íslenska ríkið samdi við NATO um að ríki bandalagsins myndu senda herlið með þotur til Íslands nokkrum sinnum á ári tæpan mánuð í senn til að sjá um loftrýmiseftirlitið. Frakkar, Bandaríkjamenn og Danir hafa sent sveitir og norsk hersveit væntanleg í þessum mánuði. Í viðtalinu við Turun Sanomat segir Häkämies að það yrði oft dýrt fyrir Finna að taka þátt í eftirlitinu. Hann segir þetta pólitíska spurningu en hér sé um að ræða eftirlit með loftrými hjá NATO þjóð en Finnar eru ekki í bandalaginu. Auk þess myndi eftirlit sem þetta kosta sitt. Nýlega hafi tekist að koma rekstir finnska flughersins á núllið og því sé það ekki fyrsta verk á dagskrá að senda þotur eitthvert út í heim.
Fréttir Innlent Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira