Ósáttir við að Enex verði skúffufyrirtæki Guðrún Helga Sigurðardóttir skrifar 25. febrúar 2009 00:01 Ásgeir Margeirsson. Mynd/GVA Óánægja er meðal stofnenda og smærri hluthafa Enex með ákvörðun Geysis Green Energy (GGE) og Reykjavík Energy Invest (REI) um að skipta upp Enex þannig að REI fái hlut Enex í bandaríska fyrirtækinu Iceland America Energy og GGE fái Enex. Ásgeir Margeirsson, stjórnarformaður Enex, segir að með þessu eignist GGE yfir 90 prósent í Enex og nýti rétt sinn til innlausnar á afganginum. Magnús Hallgrímsson, einn stofnenda Enex, er ósáttur við þróunina og hefði ekki viljað kljúfa félagið. Hann telur að REI „hirði" Bandaríkjaverkefnið og GGE stingi Enex í skúffu og sameini GGE. Stofnendum Enex verði fleygt „út á gaddinn". Magnús bendir á að framkvæmdir hafi dregist saman síðustu mánuði og GGE hafi flutt Enex til Keflavíkur, eins og hann hafi komist að raun um þegar hann kom þar að tómum skrifstofum. Þá hafi síma verið lokað án þess að láta hluthafa vita. Meirihlutaeigendur Enex hafa gert litlu hluthöfunum tilboð um að selja bréf sín á eina krónu á hlut eða ganga inn í kaupin á bandaríska félaginu. Magnús segir að tilboðið hafi ekki enn borist skriflega. Hann telur að hluthafar geti líka neitað að selja og krafist þess að farið verði í verðmat, lögum samkvæmt. Hann kveðst vera með alla kostina til skoðunar. Ásgeir Margeirsson, stjórnarformaður Enex og forstjóri GGE, segir að Enex hafi verið með fangið fullt af verkefnum fyrir milljarðatugi en ekki verið með fé til að fara ráðst í þau. Ekki hafi komið til greina að selja verkefnin eftir að heimskreppan hófst og þess vegna hafi þurft að finna nýja lausn. „Hún fólst í því að skipta félaginu upp. REI eignast eignarhlut Enex í félaginu Iceland America Energy í Kaliforníu og GGE fær rúm 90 prósent í Enex," segir hann og telur að ekki hafi verið skynsamlegt að halda Enex sem sjálfstæðu félagi. Við blasi að stóru hluthafarnir kaupi litlu hluthafana út. Eflaust sé hægt að hafa mismunandi skoðanir á verðinu en „miðað við okkar mat á stöðu félagsins er þetta ríflegt verð fyrir þá sem selja". Ásgeir segir litlu hluthafana ekki hafa um neitt að velja, ef þeir selji ekki verði þeir að sæta innlausn. Markaðir Viðskipti Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Óánægja er meðal stofnenda og smærri hluthafa Enex með ákvörðun Geysis Green Energy (GGE) og Reykjavík Energy Invest (REI) um að skipta upp Enex þannig að REI fái hlut Enex í bandaríska fyrirtækinu Iceland America Energy og GGE fái Enex. Ásgeir Margeirsson, stjórnarformaður Enex, segir að með þessu eignist GGE yfir 90 prósent í Enex og nýti rétt sinn til innlausnar á afganginum. Magnús Hallgrímsson, einn stofnenda Enex, er ósáttur við þróunina og hefði ekki viljað kljúfa félagið. Hann telur að REI „hirði" Bandaríkjaverkefnið og GGE stingi Enex í skúffu og sameini GGE. Stofnendum Enex verði fleygt „út á gaddinn". Magnús bendir á að framkvæmdir hafi dregist saman síðustu mánuði og GGE hafi flutt Enex til Keflavíkur, eins og hann hafi komist að raun um þegar hann kom þar að tómum skrifstofum. Þá hafi síma verið lokað án þess að láta hluthafa vita. Meirihlutaeigendur Enex hafa gert litlu hluthöfunum tilboð um að selja bréf sín á eina krónu á hlut eða ganga inn í kaupin á bandaríska félaginu. Magnús segir að tilboðið hafi ekki enn borist skriflega. Hann telur að hluthafar geti líka neitað að selja og krafist þess að farið verði í verðmat, lögum samkvæmt. Hann kveðst vera með alla kostina til skoðunar. Ásgeir Margeirsson, stjórnarformaður Enex og forstjóri GGE, segir að Enex hafi verið með fangið fullt af verkefnum fyrir milljarðatugi en ekki verið með fé til að fara ráðst í þau. Ekki hafi komið til greina að selja verkefnin eftir að heimskreppan hófst og þess vegna hafi þurft að finna nýja lausn. „Hún fólst í því að skipta félaginu upp. REI eignast eignarhlut Enex í félaginu Iceland America Energy í Kaliforníu og GGE fær rúm 90 prósent í Enex," segir hann og telur að ekki hafi verið skynsamlegt að halda Enex sem sjálfstæðu félagi. Við blasi að stóru hluthafarnir kaupi litlu hluthafana út. Eflaust sé hægt að hafa mismunandi skoðanir á verðinu en „miðað við okkar mat á stöðu félagsins er þetta ríflegt verð fyrir þá sem selja". Ásgeir segir litlu hluthafana ekki hafa um neitt að velja, ef þeir selji ekki verði þeir að sæta innlausn.
Markaðir Viðskipti Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira