Hræðilegur atburður átti sér stað fyrir leik San Diego Chargers og Denver Broncos í NFL-deildinni á mánudag.
66 ára gamall starfsmaður Chargers var að vinna í blaðamannastúkunni fyrir leikinn og hann varð fyrir því óhappi að falla úr stúkunni. Lenti maðurinn á hausnum á næstu hæð fyrir neðan og lést.
Atvikið átti sér stað um þrem tímum fyrir leik og varð þess valdandi að áhorfendum var ekki hleypt inn á völlinn fyrr en 40 mínútum eftir auglýstan tíma.
Chargers segist sakna þessa góða manns sem hafi unnið í blaðamannastúkunni í ein 20 ár.