Sundmaðurinn Jakob Jóhann Sveinsson úr Ægi keppti í morgun í 50 metra bringusundi á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Róm á Ítalíu og gerði sér lítið fyrir og bætti þar eigið Íslandsmet í greininni.
Jakob Jóhann synti á tímanum 28,03 sekúndur en gamla Íslandsmetið var 28,69 sekúndur og dugaði kappanum fyrir 41. sæti af 161 keppendum.
Þetta er annað skiptið sem Jakob Jóhann setur Íslandsmet á mótinu.