Fjórði titill Serenu í Ástralíu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 31. janúar 2009 12:07 Serena Williams þurfti lítið að hafa fyrir sigrinum í morgun. Nordic Photos / Getty Images Serena Williams fór létt með hina rússnesku Dinöru Safinu í úrslitum einliðaleiks kvenna á opna ástralska meistaramótinu í tennis og vann þar með sinn annan titil á mótinu á tveimur dögum. Þetta var í fjórða sinn sem Serena sigrar á mótinu en þetta var hennar tíundi slemmutitill á ferlinum. Í gær vann hún sigur í tvíliðaleik kvenna þar sem hún keppti með Venus, systur sinni. Serena fór af miklu öryggi í gegnum undanúrslita- og úrslitaviðureignir sínar en hún mætti rússneskum keppendum í síðustu þremur viðureignum sínum á mótinu. Safina tókst einfaldlega ekki að valda álaginu sem fylgir því að keppa til úrslita á stórmóti en þetta var í annað sinn á hennar ferli sem hún gerir það. Serena vann fyrsta settið 6-0 og það síðara 6-3. Leiktíminn var ekki nema 58 mínútur og viðurkenndi Safina að hún hafi ekki átt möguleika í dag. „Ég var bara einn af boltastrákunum í dag,“ sagði hún. Serena vann Elenu Dementievu í undanúrslitunum en viðureignir hennar í 16-manna og fjórðungsúrslitunum voru umdeildari. Í 16-manna úrslitunum þurfti Victoria Azarenka að hætta í öðru setti gegn Serenu eftir að hafa unnið það fyrsta 6-3. Azarenka átti við veikindi að stríða og gat ekki haldið áfram. Í fjórðungsúrslitunum mætti hún Svetlönu Kuznetsovu sem vann fyrsta settið í viðureigninni, 7-5. Vegna mikils hita var ákveðið að loka þakinu á leikvangnum þar sem leikurinn fór fram og sagði Kuznetsova eftir viðureignina að hún hafi verið afar óánægð með þá ákvörðun og fullyrðir að hún hefði unnið viðureignina við óbreyttar aðstæður. Serena Williams náði með sigrinum að koma sér í efsta sæti styrkleikalista Alþjóða tennissambandsins á kostnað Serbans Jelenu Jankovic sem datt úr leik í Ástralíu í 16-manna úrslitunum. Erlendar Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Snævar setti heimsmet Sport Fleiri fréttir Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Sjá meira
Serena Williams fór létt með hina rússnesku Dinöru Safinu í úrslitum einliðaleiks kvenna á opna ástralska meistaramótinu í tennis og vann þar með sinn annan titil á mótinu á tveimur dögum. Þetta var í fjórða sinn sem Serena sigrar á mótinu en þetta var hennar tíundi slemmutitill á ferlinum. Í gær vann hún sigur í tvíliðaleik kvenna þar sem hún keppti með Venus, systur sinni. Serena fór af miklu öryggi í gegnum undanúrslita- og úrslitaviðureignir sínar en hún mætti rússneskum keppendum í síðustu þremur viðureignum sínum á mótinu. Safina tókst einfaldlega ekki að valda álaginu sem fylgir því að keppa til úrslita á stórmóti en þetta var í annað sinn á hennar ferli sem hún gerir það. Serena vann fyrsta settið 6-0 og það síðara 6-3. Leiktíminn var ekki nema 58 mínútur og viðurkenndi Safina að hún hafi ekki átt möguleika í dag. „Ég var bara einn af boltastrákunum í dag,“ sagði hún. Serena vann Elenu Dementievu í undanúrslitunum en viðureignir hennar í 16-manna og fjórðungsúrslitunum voru umdeildari. Í 16-manna úrslitunum þurfti Victoria Azarenka að hætta í öðru setti gegn Serenu eftir að hafa unnið það fyrsta 6-3. Azarenka átti við veikindi að stríða og gat ekki haldið áfram. Í fjórðungsúrslitunum mætti hún Svetlönu Kuznetsovu sem vann fyrsta settið í viðureigninni, 7-5. Vegna mikils hita var ákveðið að loka þakinu á leikvangnum þar sem leikurinn fór fram og sagði Kuznetsova eftir viðureignina að hún hafi verið afar óánægð með þá ákvörðun og fullyrðir að hún hefði unnið viðureignina við óbreyttar aðstæður. Serena Williams náði með sigrinum að koma sér í efsta sæti styrkleikalista Alþjóða tennissambandsins á kostnað Serbans Jelenu Jankovic sem datt úr leik í Ástralíu í 16-manna úrslitunum.
Erlendar Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Snævar setti heimsmet Sport Fleiri fréttir Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Sjá meira