Fótbolti

Gunnleifur: Við verðum einfaldlega að vinna Makedóna

Ómar Þorgeirsson skrifar
Gunnleifur Gunnleifsson.
Gunnleifur Gunnleifsson.

Landsliðsmarkvörðurinn Gunnleifur Gunnleifsson hafði í nógu að snúast í markinu gegn stjörnum prýddu liði Hollendinga og sá til þess að Íslendingar lentu ekki illa í því í fyrri hálfleik.

„Já, ég er hérna til þess að reyna að sjá til þess að boltinn fari ekki inn og það gekk alltaf, nema tvisvar," sagði landsliðmarkvörðurinn Gunnleifur Gunnleifsson sposkur á svip.

Hann var ekki sáttur með hvað hollensku leikmennirnir komust upp með að spila boltanum mikið sín á milli óáreittir í fyrri hálfleik.

„Við lögðum þetta upp með að halda markinu markinu hreinu eins lengi og mögulegt var og ef að þeir myndu ekki skora á fyrstu tuttugu mínútunum þá myndi skapast verulegur möguleiki fyrir okkur og þeir yrðu jafnvel órólegir. Það er skemmst frá því að segja að það tókst ekki og að vera 0-2 undir eftir sextán mínútur er náttúrulega ekki gott og þeir fengu alltof mikinn tíma til þess að athafna sig og við komumst ekki nógu nálægt þeim," segir Gunnleifur.

Gunnleifur segir íslensk verða að sýna betri leik gegn Makedóníu og taka öll stigin þar á erfiðum útivelli.

„Við verðum einfaldlega að vinna Makedóna. Það er bara ósköp einfalt en það verður auðvitað erfitt," segir Gunnleifur ákveðinn.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×