Körfubolti

Lakers lagði Spurs og tryggði sig inn í úrslitakeppnina

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kobe Bryant var í góðum gír gegn Spurs í nótt.
Kobe Bryant var í góðum gír gegn Spurs í nótt. Mynd/GettyImages

Los Angeles Lakers urðu í nótt fyrsta liðið í Vesturdeildinni til þess að tryggja sér sæti í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta þegar liðið vann 102-95 sigur á San Antonio Spurs. Þessi sigur tryggði Lakers-liðinu einnig sigurinn í Kyrrahafsriðlinum.

Kobe Bryant skoraði 23 stig í leiknum alveg eins og Pau Gasol sem var einnig með 11 fráköst. Lamar Odom kom aftur inn í liðið eftir leikbann og var með 12 stig og 10 fráköst.

Tony Parker og Michael Finley skoruðu báðir 25 stig fyrir San Antonio og Tim Duncan var með 16 stig, 11 fráköst og 5 stoðsendingar. Parker var auk þess með 9 stoðsendingar.

„Það er erfitt að lenda 18 stigum undir á móti einu besta liði deildarinnar. Þetta var virkilega erfiður fyrsti leikhluti þar sem þeir klikkuðu ekki á mörgum skotum," sagði Gregg Popovich, þjálfari Spurs. Lakers var 35-17 yfir eftir 1. leikhlutann.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×