Grátandi Norðmenn vegna gjaldþrots Glitnir Privatökonomi 10. mars 2009 10:59 Arne V. Njöten bústjóri í þrotabúi Glitnir Privatökonomi segir að margir fyrrverandi viðskiptavinir þessa fyrrum dótturfélags Glitnis séu grátandi í símanum til hans. Þeir hafa áhyggjur af því að missa hýbýli sín vegna fjárhagsráðgjafar félagsins áður en það varð gjaldþrota. Í umfjöllun um málið á vefsíðunni e24.no segir að gjaldþrotið komi til kasta skiptaréttarins í Björgvin á næstunni og það sé ekki mikið sem Njöten hafi milli handanna til að leggja fram þar. Raunar hefur Glitnir Privatökonomi skipt um nafn frá því í fyrra og heitir nú Kapitalhuset. Félagið komst í kastljós fjölmiðla í apríl í fyrra er norska fjármálaeftirlitið stöðvaði starfsemi þess vegna alvarlegra brota á norsku verðbréfalöggjöfinni. Glitnir Privatökonomi annaðist fjárfestingaráðgjöf fyrir almenning en í starfsemi sinni hélt fyrirtækið að viðskiptavinum sínum sölu á eigin fjármálaafurðum í stað þess að mæla með þeim afurðum sem kæmu viðskiptavinum þess sem best. Norska fjármálaráðuneytið taldi því að Glitnir Privatökonomi hefði á alvarlegan og kerfisbundinn hátt brotið gegn kröfum í lögum um verðbréfaviðskipti um góða viðskiptahætti og svipti því félagið starfsleyfi sínu. Félagið hafði átta útibú í Noregi þegar það var svipt starfsleyfinu. Í október s.l. var reynt að bjarga rekstrinum með því að fjórir af starfsmönnum félagsins keyptu það af Glitni og breyttu nafni þess i Kapitalhuset. Það gekk ekki og fór félagið í gjaldþrotaskipti. Njöten segir að hann hafi fengið símtöl frá um 60 venjulegum Norðmönnum sem töpuðu sparifé sínu á ráðgjöf félagsins. Margir þeirra lögðu fram veð í íbúðum/húsum sínum til að kaupa fjármálaafurðir þær sem félagið mælti með og óttast nú að missa þessar eigur sínar. Ekki liggur ljóst fyrir hve mikið fæst upp í kröfurnar í þrotabúið. Áður en félagið skipti um nafn námu kröfurnar um 10 milljónum norskra kr. „Við fáum mikið af símtölum þar sem viðskiptavinir telja að þeir eigi skaðabótakröfu á hendur félaginu vegna ráðgjafar þess," segir Njöten. Hann nefnir þó að einhverjar af kröfunum séu tryggðar hjá bandaríska tryggingarrisanum AIG. Mest lesið 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Arne V. Njöten bústjóri í þrotabúi Glitnir Privatökonomi segir að margir fyrrverandi viðskiptavinir þessa fyrrum dótturfélags Glitnis séu grátandi í símanum til hans. Þeir hafa áhyggjur af því að missa hýbýli sín vegna fjárhagsráðgjafar félagsins áður en það varð gjaldþrota. Í umfjöllun um málið á vefsíðunni e24.no segir að gjaldþrotið komi til kasta skiptaréttarins í Björgvin á næstunni og það sé ekki mikið sem Njöten hafi milli handanna til að leggja fram þar. Raunar hefur Glitnir Privatökonomi skipt um nafn frá því í fyrra og heitir nú Kapitalhuset. Félagið komst í kastljós fjölmiðla í apríl í fyrra er norska fjármálaeftirlitið stöðvaði starfsemi þess vegna alvarlegra brota á norsku verðbréfalöggjöfinni. Glitnir Privatökonomi annaðist fjárfestingaráðgjöf fyrir almenning en í starfsemi sinni hélt fyrirtækið að viðskiptavinum sínum sölu á eigin fjármálaafurðum í stað þess að mæla með þeim afurðum sem kæmu viðskiptavinum þess sem best. Norska fjármálaráðuneytið taldi því að Glitnir Privatökonomi hefði á alvarlegan og kerfisbundinn hátt brotið gegn kröfum í lögum um verðbréfaviðskipti um góða viðskiptahætti og svipti því félagið starfsleyfi sínu. Félagið hafði átta útibú í Noregi þegar það var svipt starfsleyfinu. Í október s.l. var reynt að bjarga rekstrinum með því að fjórir af starfsmönnum félagsins keyptu það af Glitni og breyttu nafni þess i Kapitalhuset. Það gekk ekki og fór félagið í gjaldþrotaskipti. Njöten segir að hann hafi fengið símtöl frá um 60 venjulegum Norðmönnum sem töpuðu sparifé sínu á ráðgjöf félagsins. Margir þeirra lögðu fram veð í íbúðum/húsum sínum til að kaupa fjármálaafurðir þær sem félagið mælti með og óttast nú að missa þessar eigur sínar. Ekki liggur ljóst fyrir hve mikið fæst upp í kröfurnar í þrotabúið. Áður en félagið skipti um nafn námu kröfurnar um 10 milljónum norskra kr. „Við fáum mikið af símtölum þar sem viðskiptavinir telja að þeir eigi skaðabótakröfu á hendur félaginu vegna ráðgjafar þess," segir Njöten. Hann nefnir þó að einhverjar af kröfunum séu tryggðar hjá bandaríska tryggingarrisanum AIG.
Mest lesið 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira