Lúxusferðir laða ferðamenn til landsins Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar 6. maí 2009 00:01 Hildur Ómarsdóttir „Þetta var geysistór viðburður," segir Hildur Ómarsdóttir, forstöðumaður sölu- og markaðssviðs Icelandair, sem rekur Hilton Nordica Reykjavík. Hún á við 160 manna hóp frá Bandaríkjunum sem flaug héðan af landi brott í gær eftir fimm daga dvöl á vegum bandarísks lyfjafyrirtækis. Að hennar sögn voru allir ferðalangarnir hæstánægðir með dvölina. Ætla má að gjaldeyristekjur vegna ferðar hópsins eftir jöklaferð, verslanaleiðangra og ferðir á veitingahús auk annars sé ekki undir 40 milljónum króna. Hildur segir mikið hafa verið lagt í að fá hópinn hingað til lands. Viðræður hófust í október á síðasta ári, nánar tiltekið í fyrstu helgi október þegar ríkið tók viðskiptabankans þrjá yfir. „Í raun varð mjög erfitt að fá hópinn til lands vegna ástandsins í efnahagsmálum. Gestirnir óttuðust að fyrirtæki yrðu almennt lokuð og að veitingahús gætu ekki tekið á móti þeim," segir Hildur og bendir á að óttinn hafi reynst ástæðulaus. Mikið var lagt í lokahóf ferðarinnar á Hilton Nordica á mánudagskvöld. Skautasvell var sett upp í fundarsal hótelsins. Þá söng Diddú fyrir gesti auk fleiri atriða. „Allir voru hæstánægðir," segir Hildur. Blaðamenn frá fagtímaritum frá Bandaríkjunum og Bretlandi fylgdu hópnum hingað til lands og fjölluðu um dvölina. Hildur segir mikil tækifæri geta falist í markaðssetningu hópferða sem þessa. „Nú verðum við að sýna fram á að Ísland er rétti áfangastaðurinn," segir hún og bætir við að á vissan hátt Ísland þess hversu slæmt ástandið sé víða um heim. Það sé óspillt og öruggur áfangastaður ferðamanna samanborið við Mexíkó, sem hafi verið vinsælasti áfangastaður fyrir allar styttri ráðstefnur og hvataferðir í Bandaríkjunum. Mjög hafi dregið úr slíkum ferðum þangað eftir að svínaflensan kom upp. Þá stendur til að viðburðafyrirtækið sem skipulagði ferðina sæki um viðurkenningu vegna þessa á alþjóðlegum vettvangi. Beri fyrirtæki sigur úr býtum geti það haft gríðarlega þýðingu fyrir ferðaþjónustuna. „Þetta yrði gríðarleg viðurkenning," segir hún og hvetur opinbera aðila til að styðja við ferðir sem þessar, ekki síst þar sem þær standi fyrir ómetanlegri kynningu á landi og þjóð. - jab Markaðir Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
„Þetta var geysistór viðburður," segir Hildur Ómarsdóttir, forstöðumaður sölu- og markaðssviðs Icelandair, sem rekur Hilton Nordica Reykjavík. Hún á við 160 manna hóp frá Bandaríkjunum sem flaug héðan af landi brott í gær eftir fimm daga dvöl á vegum bandarísks lyfjafyrirtækis. Að hennar sögn voru allir ferðalangarnir hæstánægðir með dvölina. Ætla má að gjaldeyristekjur vegna ferðar hópsins eftir jöklaferð, verslanaleiðangra og ferðir á veitingahús auk annars sé ekki undir 40 milljónum króna. Hildur segir mikið hafa verið lagt í að fá hópinn hingað til lands. Viðræður hófust í október á síðasta ári, nánar tiltekið í fyrstu helgi október þegar ríkið tók viðskiptabankans þrjá yfir. „Í raun varð mjög erfitt að fá hópinn til lands vegna ástandsins í efnahagsmálum. Gestirnir óttuðust að fyrirtæki yrðu almennt lokuð og að veitingahús gætu ekki tekið á móti þeim," segir Hildur og bendir á að óttinn hafi reynst ástæðulaus. Mikið var lagt í lokahóf ferðarinnar á Hilton Nordica á mánudagskvöld. Skautasvell var sett upp í fundarsal hótelsins. Þá söng Diddú fyrir gesti auk fleiri atriða. „Allir voru hæstánægðir," segir Hildur. Blaðamenn frá fagtímaritum frá Bandaríkjunum og Bretlandi fylgdu hópnum hingað til lands og fjölluðu um dvölina. Hildur segir mikil tækifæri geta falist í markaðssetningu hópferða sem þessa. „Nú verðum við að sýna fram á að Ísland er rétti áfangastaðurinn," segir hún og bætir við að á vissan hátt Ísland þess hversu slæmt ástandið sé víða um heim. Það sé óspillt og öruggur áfangastaður ferðamanna samanborið við Mexíkó, sem hafi verið vinsælasti áfangastaður fyrir allar styttri ráðstefnur og hvataferðir í Bandaríkjunum. Mjög hafi dregið úr slíkum ferðum þangað eftir að svínaflensan kom upp. Þá stendur til að viðburðafyrirtækið sem skipulagði ferðina sæki um viðurkenningu vegna þessa á alþjóðlegum vettvangi. Beri fyrirtæki sigur úr býtum geti það haft gríðarlega þýðingu fyrir ferðaþjónustuna. „Þetta yrði gríðarleg viðurkenning," segir hún og hvetur opinbera aðila til að styðja við ferðir sem þessar, ekki síst þar sem þær standi fyrir ómetanlegri kynningu á landi og þjóð. - jab
Markaðir Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira