Handbolti

GOG tapaði fyrir Álaborg

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðmundur Guðmundsson.
Guðmundur Guðmundsson. Mynd/Stefán

GOG tapaði sínum þriðja leik í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í vetur er liðið tapaði f yrir Álaborg á útivelli, 30-26.

Ásgeir Örn Hallgrímsson komst ekki á blað hjá GOG en Guðmundur Guðmundsson er þjálfari liðsins.

FCK vann þó öruggan sigur á Ringsted, 38-20. Arnór Atlason skoraði tvö mörk fyrir FCK í leiknum en liðið er í þriðja sæti deildarinnar með nítjan stig, þremur stigum á eftir toppliði Bjerringbro-Silkeborg.

Kolding er í öðru sæti með 21 stig en GOG er í fjórða sætinu með átján stig.

Gunnar Steinn Jónsson skoraði fimm mörk, þar af eitt úr víti, er Drott tapaði fyrir Sävehof á heimavelli, 29-25, í sænsku úrvalsdeildinni í gær. Drott er í áttunda sæti deildarinnar með tíu stig en Alingsås er á toppnum með sextán.

Einnig var spilað í norsku úrvalsdeildinni í gær. Andri Stefan skoraði fjögur mörk fyrir Noregsmeistara Fyllingen sem unnu Runar á útivelli, 25-20.

Þá vann Elverum stórsigur á Haugaland, 39-21. Sigurður Ari Stefánsson spilaði ekki með Elverum í leiknum en Ólafur Haukur Gíslason, markvörður, er á mála hjá Haugaland.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×