Olíumálaráðherra Írans lagði til á fundi OPEC, samtaka olíuframleiðsluríkja, að olíuríkin dragi enn frekar úr framleiðslu sinni.
,,Það er alltof mikil olía á markaðnum," sagði Gholam Hossein Nozari, olíumálaráðherra Írans, við blaðmenn í Vín í Austurríki þar sem fundurinn fer fram.
Fulltrúar annarra ríkja hafa einnig sagt að samtökin þurfi að draga úr framleiðslu.
Heimsmarkaðsverð á olíu var í mikilli uppsveiflu á mörkuðum í vikunni. Þannig hækkaði bandaríska léttolían um 11% yfir fimmtudaginn og endaði í tæpum 47 dollurum á tunnuna. Hækkunin á Norðursjávarolíunni var rúmlega 8% á sama tíma og endaði tunnan af henni í tæpum 45 dollurum.
Íranir vilja minni olíu
