Íslenski boltinn

Selfoss vann HK í Kópavogi og er við hlið Hauka á toppnum

Óskar ófeigur Jónsson skrifar
Sævar Þór Gíslason og félagar í Selfossi byrja mótið vel.
Sævar Þór Gíslason og félagar í Selfossi byrja mótið vel.

Selfyssingar komust upp að hlið Hauka á toppi 1. deildar karla eftir 2-1 sigur á HK á Kópavogsvellinum í dag. Liðin voru í tveimur efstu sætum deildarinnar fyrir leiki umferðarinnar en Haukar komust í toppsætið í gær með góðum sigri í Ólafsvík.

Einar Ottó Antonsson skoraði fyrra mark Selfoss í fyrri hálfleik og Guðmundur Þórarinsson kom gestunum í 2-0 með marki beint úr aukaspyrnu á 65. mínútu. Hörður Magnússon minnkaði muninn fyrir HK í lokin en HK lék manni færri síðustu 25 mínútur leiksins.

Selfoss byrjar því frábærlega undir stjórn Gunnlaugs Jónssonar en liðið er búið að vinna þrjá leiki og gera eitt jafntefli í fyrstu fjórum umferðunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×