Ábending til fulltrúa hluthafa Hulda Ragnheiður Árnadóttir skrifar 11. desember 2009 06:00 Þegar uppgangur er í efnahagslífinu hættir stjórnum og stjórnendum fyrirtækja til að gleyma sér við stækkun og þenslu fyrirtækja og huga ekki nægilega að innra skipulagi. Áhættumat og innri ferlar í fyrirtækinu fá ekki nauðsynlega athygli og hagsmunir hluthafa eru ekki hafðir að leiðarljósi. Þegar þrengir að í samfélaginu koma afleiðingar af ófullnægjandi innra skipulagi í ljós. Fréttum af sviksemi og óheiðarleika rignir yfir landsmenn. Fyrirtæki voru einfaldlega ekki að sinna innra eftirliti nægilega vel og áhugi á vörnum gegn sviksemi var ekki nægilega mikill. Fram til þessa hafa stjórnendur og eigendur fyrirtækja ekki tryggt að mikilvægum eftirlitsþáttum sé sinnt með fullnægjandi hætti. Mikilvægt er að fulltrúar hluthafa átti sig á því að nú eru enn meiri líkur en nokkru sinni fyrr á því að starfsmenn og stjórnendur misnoti aðstöðu sína innan fyrirtækja og stofnana. Með yfirtöku bankanna á fjölmörgum fyrirtækjum hafa stjórnendur og starfsmenn fjarlægst hina raunverulegu eigendur. Með versnandi persónulegum aðstæðum, launalækkunum, reiði í garð stjórnvalda og fleiri samfélagslegum þáttum minnkar tryggð starfsmanna við fyrirtækin í landinu. Tími til að efla innra skipulag, innra eftirlit og innri endurskoðun er núna. Líkur eru á að sparnaður í innra eftirliti og endurskoðun á innra skipulagi komi fyrirtækjunum fyrr eða síðar í koll. Í kenningum um sviksemi í fyrirtækjum er „sviksemisþríhyrningurinn" vel þekktur. Hann samanstendur af þremur þáttum sem taldir eru þurfa að vera til staðar til að sviksemi eigi sér stað: Þrýstingur, réttlæting og tækifæri. • Þrýstingur skapast af persónulegum aðstæðum starfsmanna. Á einstaklingurinn við fjárhagsvanda að stríða? Eru veikindi eða önnur utanaðkomandi áföll að íþyngja starfsmanninum eða nánustu fjölskyldu hans? • Réttlæting starfsmanns fyrir svikseminni byggir á hans viðhorfum til fyrirtækisins, stöðu hans innan þess og siðferðiskennd viðkomandi starfsmanns. Finnst honum hann eiga inni hjá fyrirtækinu vegna þess að launin séu hvort eð er of lág? Hefur hann aðstöðu til að fá „lánaða" peninga eða vörur sem síðan dregst að skila og verður á endanum ómögulegt að skila til baka? • Tækifærin eru á valdi stjórnenda í fyrirtækinu. Hvaða aðgerðir eru innan fyrirtækisins til að koma í veg fyrir að starfsmaður hafi tækifæri til að viðhafa sviksemi? Hvernig tryggir stjórn fyrirtækisins hagsmuni hluthafa? Hlutverk þeirra sem fara með umboð hluthafa í fyrirtækinu er að útiloka að tækifæri til sviksemi séu fyrir hendi innan fyrirtækisins. Þó að starfsmanninn vanti peninga og telji sig eiga þá skilið, er útilokað að honum takist að komast yfir þá ef innra eftirlit er fullnægjandi. Til að útrýma tækifærum til sviksemi þarf að skilgreina áhættur í starfseminni með formlegum hætti. Áhættugreining er grundvallaratriði til að hægt sé að koma á skilvirku innra eftirliti. Til að hagsmunir hluthafa séu tryggðir þurfa óháðir aðilar að meta hvort innra eftirlit og aðgreining starfa við bókhald sé fullnægjandi. Einnig getur innri endurskoðun tekið til fjölda annarra þátta í starfseminni eins og fylgni við lög og reglur, áreiðanleika upplýsingakerfa og starfsmannahald. Stjórnarmenn ættu að athuga að nú er tími nýrra viðhorfa og raunverulegra aðgerða. Í lögum um hlutafélög segir að stjórn skuli sjá til þess að nægilegt eftirlit sé haft með bókhaldi og meðferð fjármuna félagsins. Stjórn þarf jafnframt að vera þess fullviss að upplýsingar sem unnið er með á borði stjórnar séu réttar og að starfsemi fyrirtækisins í samræmi við samþykktir stjórnar. Það er full ástæða til að hvetja alla stjórnarmenn og fulltrúa hluthafa til að kynna sér mikilvægi innri endurskoðunar og ganga úr skugga um að þeir séu tilbúnir til að axla þá ábyrgð sem þeim hefur verið falin sem fulltrúum hluthafa fyrirtækja og félaga. Höfundur er Msc. í alþjóðabankastarfsemi og fjármálum og starfar við innri endurskoðun hjá Rýni ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hulda Ragnheiður Árnadóttir Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Þegar uppgangur er í efnahagslífinu hættir stjórnum og stjórnendum fyrirtækja til að gleyma sér við stækkun og þenslu fyrirtækja og huga ekki nægilega að innra skipulagi. Áhættumat og innri ferlar í fyrirtækinu fá ekki nauðsynlega athygli og hagsmunir hluthafa eru ekki hafðir að leiðarljósi. Þegar þrengir að í samfélaginu koma afleiðingar af ófullnægjandi innra skipulagi í ljós. Fréttum af sviksemi og óheiðarleika rignir yfir landsmenn. Fyrirtæki voru einfaldlega ekki að sinna innra eftirliti nægilega vel og áhugi á vörnum gegn sviksemi var ekki nægilega mikill. Fram til þessa hafa stjórnendur og eigendur fyrirtækja ekki tryggt að mikilvægum eftirlitsþáttum sé sinnt með fullnægjandi hætti. Mikilvægt er að fulltrúar hluthafa átti sig á því að nú eru enn meiri líkur en nokkru sinni fyrr á því að starfsmenn og stjórnendur misnoti aðstöðu sína innan fyrirtækja og stofnana. Með yfirtöku bankanna á fjölmörgum fyrirtækjum hafa stjórnendur og starfsmenn fjarlægst hina raunverulegu eigendur. Með versnandi persónulegum aðstæðum, launalækkunum, reiði í garð stjórnvalda og fleiri samfélagslegum þáttum minnkar tryggð starfsmanna við fyrirtækin í landinu. Tími til að efla innra skipulag, innra eftirlit og innri endurskoðun er núna. Líkur eru á að sparnaður í innra eftirliti og endurskoðun á innra skipulagi komi fyrirtækjunum fyrr eða síðar í koll. Í kenningum um sviksemi í fyrirtækjum er „sviksemisþríhyrningurinn" vel þekktur. Hann samanstendur af þremur þáttum sem taldir eru þurfa að vera til staðar til að sviksemi eigi sér stað: Þrýstingur, réttlæting og tækifæri. • Þrýstingur skapast af persónulegum aðstæðum starfsmanna. Á einstaklingurinn við fjárhagsvanda að stríða? Eru veikindi eða önnur utanaðkomandi áföll að íþyngja starfsmanninum eða nánustu fjölskyldu hans? • Réttlæting starfsmanns fyrir svikseminni byggir á hans viðhorfum til fyrirtækisins, stöðu hans innan þess og siðferðiskennd viðkomandi starfsmanns. Finnst honum hann eiga inni hjá fyrirtækinu vegna þess að launin séu hvort eð er of lág? Hefur hann aðstöðu til að fá „lánaða" peninga eða vörur sem síðan dregst að skila og verður á endanum ómögulegt að skila til baka? • Tækifærin eru á valdi stjórnenda í fyrirtækinu. Hvaða aðgerðir eru innan fyrirtækisins til að koma í veg fyrir að starfsmaður hafi tækifæri til að viðhafa sviksemi? Hvernig tryggir stjórn fyrirtækisins hagsmuni hluthafa? Hlutverk þeirra sem fara með umboð hluthafa í fyrirtækinu er að útiloka að tækifæri til sviksemi séu fyrir hendi innan fyrirtækisins. Þó að starfsmanninn vanti peninga og telji sig eiga þá skilið, er útilokað að honum takist að komast yfir þá ef innra eftirlit er fullnægjandi. Til að útrýma tækifærum til sviksemi þarf að skilgreina áhættur í starfseminni með formlegum hætti. Áhættugreining er grundvallaratriði til að hægt sé að koma á skilvirku innra eftirliti. Til að hagsmunir hluthafa séu tryggðir þurfa óháðir aðilar að meta hvort innra eftirlit og aðgreining starfa við bókhald sé fullnægjandi. Einnig getur innri endurskoðun tekið til fjölda annarra þátta í starfseminni eins og fylgni við lög og reglur, áreiðanleika upplýsingakerfa og starfsmannahald. Stjórnarmenn ættu að athuga að nú er tími nýrra viðhorfa og raunverulegra aðgerða. Í lögum um hlutafélög segir að stjórn skuli sjá til þess að nægilegt eftirlit sé haft með bókhaldi og meðferð fjármuna félagsins. Stjórn þarf jafnframt að vera þess fullviss að upplýsingar sem unnið er með á borði stjórnar séu réttar og að starfsemi fyrirtækisins í samræmi við samþykktir stjórnar. Það er full ástæða til að hvetja alla stjórnarmenn og fulltrúa hluthafa til að kynna sér mikilvægi innri endurskoðunar og ganga úr skugga um að þeir séu tilbúnir til að axla þá ábyrgð sem þeim hefur verið falin sem fulltrúum hluthafa fyrirtækja og félaga. Höfundur er Msc. í alþjóðabankastarfsemi og fjármálum og starfar við innri endurskoðun hjá Rýni ehf.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun