Viðskipti erlent

FIH bankinn þarf að afskrifa 10 milljarða kr.

FIH bankinn danski, sem nú er í eigu íslenska ríkisins þarf að afskrifa um hálfan milljarð danskra kr. eða tæplega 10 milljarða kr. eftir árið í fyrra. Bankinn mun samt skila hagnaði eftir árið.

Samkvæmt frétt um málið á business.dk eru þetta töluvert meiri afskriftir en bankinn hafði áður boðað eftir árið. Þetta mun draga úr hagnaði ársins en nú er þess vænst að hann verði 184 milljónir danskra kr. eða rúmlega 3,5 milljarðar kr.. Fyrri væntingar um hagnað hljóðuðu upp á allt að 300 milljónum danskra kr..

Stjórnendur FIH-bankans eru samt brattir hvað þetta ár varðar. Þeir reikna með að hagnaður fyrir afskriftir og skatta muni nema um einum milljarði danskra kr. eða tæplega 20 milljörðum kr..

Nettóhagnaður er ætlaður í kringum 400 milljónir danskra kr. en taka verður þessum tölum með stórum fyrirvara.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×