Handbolti

Guðmundur: Skemmtun fyrir allan peninginn

Rafnar Orri Gunnarsson skrifar
Tekist á í leiknum í kvöld.
Tekist á í leiknum í kvöld. Mynd/Stefán
„Það er nokkuð ljóst að áhorfendur fengu skemmtun fyrir allan peninginn, þetta tók á taugarnar ansi mikið," sagði Guðmundur Sigfússon, aðstoðarþjálfari Gróttu, eftir dramatískan sigur á Víking í Eimskipsbikarnum í handknattleik í kvöld.

Það virtist sem gestirnir í Gróttu væri ekki mættir til leiks fyrsta korterið því liðið skoraði aðeins tvö mörk og voru engan veginn með á nótunum.

„Við byrjum herfilega og lendum sjö mörkum undir en náum svo að saxa á þá og vorum einu marki undir í hálfleik. Þetta var mjög jafn og skemmtilegur leikur og Víkingur eru með mjög gott lið."

„En þetta hafðist en það var erfitt. Svona á þetta að vera brjáluð stemning, fullt af áhorfendum og flottur leikur. Ég fer ánægður heim úr víkinni," sagði Guðmundur sáttur að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×