Íslenski boltinn

Davíð Þór: Lélegur leikur hjá okkur

Ellert Scheving skrifar
Davíð Þór Viðarsson fagnar marki í leik með FH.
Davíð Þór Viðarsson fagnar marki í leik með FH.
"Þetta var lélegur leikur hjá okkur í dag en á móti kemur að Eyjamenn spiluðu mjög vel í dag og voru alls ekkert lakari aðilinn í leiknum," sagði Davíð Þór Viðarsson fyrirliði FH-inga eftir leikinn við ÍBV í dag. FH vann, 3-2, í framlengdum leik í bikarkeppninni.

Hann vildi þó ekki meina að um neitt vanmat væri að ræða. „Við vissum alveg í hverju Eyjamenn eru sterkir og þeir létu okkur hafa fyrir hlutunum og spiluðu afar skynsamlega í dag."

Davíð Þór sagði að gagnrýnin á lið ÍBV hefði átt rétt á sér eftir leik ÍBV gegn Fylki.

„Eyjamenn voru afar slakir gegn Fylki en þeir mega eiga það að þeir reyna að spila fótbolta sem er meira hægt era ð segja um mörg lið." Davíð sagði að lokum að hann væri afar bjartsýnn á framhaldið hjá FH.

„Við erum í flottum málum þó svo að þessi leikur hafi verið slappur. Þetta var bara „wake-up call" fyrir okkur fyrir næsta leik gegn Fylki sem er stórleikur því ef við vinnum hann þá ýtum við Fylki lengra frá okkur sem er eitthvað sem við þurfum að gera."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×