Viðskipti erlent

Samvinna er forsenda hagvaxtar

Geithner ásamt Obama. Mynd/ AFP.
Geithner ásamt Obama. Mynd/ AFP.

Fjármálaráðherra Bandaríkjanna, Timothy Geithner, sagði í dag að það væri mjög mikilvægt fyrir Bandaríkin að vinna með öðrum ríkjum að því að auka hagvöxt í heiminum.

Í ræðu sem Geithner hélt áður en hann fór til fundar um fjármálamarkaðina sagði hann að Barack Obama væri fullkomlega meðvitaður um mikilvægi þess að aðgerðir í efnahagsmálum væru samræmdar. „Við þurfum að gera þetta allt saman í sameiningu. Vinna náið saman, ekki einungis Bandaríkin heldur öll ríki í heiminum," sagði Geithner.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×