Alþjóðabankinn spáir 2,9% samdrætti á heimsvísu 24. júní 2009 08:48 Í nýrri skýrslu Alþjóðabankans spáir bankinn samdrætti um 2,9% á heimsvísu á árinu 2009 en að hagvöxtur árin 2010 og 2011 og verði 2,0% og 3,2%. Fjallað er um skýrsluna í Hagsjá, vefriti hagfræðideildar Landsbankans. Þar segir að samdrátturinn verður meiri í iðnríkjunum heldur en þróunarríkjunum og til að mynda spáir bankinn samdrætti hagvaxtar á evrusvæðinu upp á 4,2%. Bankinn spáir ennfremur fyrir verðþróun á hrávörum og olíu og hljóðar spá þeirra upp á ríflega 40% lækkun á olíuverði í ár, 13% hækkun á næsta ári og 5% hækkun árið 2011. Þá spáir bankinn tæplega þriðjungs lækkun á hrávörum á árinu en lítilli breytingu á árunum 2010 og 2011. Þrátt fyrir snarpan samdrátt í landsframleiðslu í iðnríkjunum á fyrsta fjórðungi 2009, eru ýmsar vísbendingar um að viðsnúningur sé á næsta leyti. Meðal vísbendinga um væntanlegan bata eru aukinn útflutningur í sumum löndum, aukin eftirspurn frá neytendum, væntanleg áhrif vegna örvandi aðgerða stjórnvalda auk þess sem hrun hlutabréfaverðs hefur víða stöðvast og þróunin jafnvel snúið við. Nýlegir hagvísar eru þó nokkuð misvísandi, en benda hagtölur í Bandaríkjunum og Kína til þess að hagkerfi þeirra landa séu að taka við sér á meðan ekki hafa komið fram eins skýr merki um bata í ýmsum löndum í Evrópu. Aftur á móti eru enn fáeinir þætti sem benda til áframhaldandi veikleika, atvinnuleysi er enn að aukast víða um heim, húsnæðisverð fer áfram lækkandi í mörgum löndum auk þess sem efnahagsreikningar banka eru viðkvæmir og meiri stuðnings og endurfjármögnunar er þörf. Bankinn leggur umtalsverða áherslu á að iðnríkin þurfi að verja þróunar-og nýmarkaðslönd með áframhaldandi fjármagnsflæði þangað í stað þess að einblína á vandamálin heima fyrir. Bankinn spáir því að fjármagnsflæði til þróunarríkjanna muni dragast saman um tvo þriðju hluta frá 2007 þegar það var 1.200 milljarðar dollara niður í 363 milljarða dollara í ár. Samdráttur í fjármagnsflæði til þróunarríkjanna mun grafa undan fjárfestingu í þeim löndum, sér í lagi á fjárfestingarvörum, en það er sá geiri sem hefur orðið hvað verst úti í kreppunni. Minni fjárfestingar í þróunar- og nýmarkaðslöndunum leiða svo til samdráttar í útflutningi iðnríkjanna. Það sé því í raun hagur iðnríkjanna að verja hagkerfi þróunar- og nýmarkaðslandanna. Markaðir Mest lesið „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira
Í nýrri skýrslu Alþjóðabankans spáir bankinn samdrætti um 2,9% á heimsvísu á árinu 2009 en að hagvöxtur árin 2010 og 2011 og verði 2,0% og 3,2%. Fjallað er um skýrsluna í Hagsjá, vefriti hagfræðideildar Landsbankans. Þar segir að samdrátturinn verður meiri í iðnríkjunum heldur en þróunarríkjunum og til að mynda spáir bankinn samdrætti hagvaxtar á evrusvæðinu upp á 4,2%. Bankinn spáir ennfremur fyrir verðþróun á hrávörum og olíu og hljóðar spá þeirra upp á ríflega 40% lækkun á olíuverði í ár, 13% hækkun á næsta ári og 5% hækkun árið 2011. Þá spáir bankinn tæplega þriðjungs lækkun á hrávörum á árinu en lítilli breytingu á árunum 2010 og 2011. Þrátt fyrir snarpan samdrátt í landsframleiðslu í iðnríkjunum á fyrsta fjórðungi 2009, eru ýmsar vísbendingar um að viðsnúningur sé á næsta leyti. Meðal vísbendinga um væntanlegan bata eru aukinn útflutningur í sumum löndum, aukin eftirspurn frá neytendum, væntanleg áhrif vegna örvandi aðgerða stjórnvalda auk þess sem hrun hlutabréfaverðs hefur víða stöðvast og þróunin jafnvel snúið við. Nýlegir hagvísar eru þó nokkuð misvísandi, en benda hagtölur í Bandaríkjunum og Kína til þess að hagkerfi þeirra landa séu að taka við sér á meðan ekki hafa komið fram eins skýr merki um bata í ýmsum löndum í Evrópu. Aftur á móti eru enn fáeinir þætti sem benda til áframhaldandi veikleika, atvinnuleysi er enn að aukast víða um heim, húsnæðisverð fer áfram lækkandi í mörgum löndum auk þess sem efnahagsreikningar banka eru viðkvæmir og meiri stuðnings og endurfjármögnunar er þörf. Bankinn leggur umtalsverða áherslu á að iðnríkin þurfi að verja þróunar-og nýmarkaðslönd með áframhaldandi fjármagnsflæði þangað í stað þess að einblína á vandamálin heima fyrir. Bankinn spáir því að fjármagnsflæði til þróunarríkjanna muni dragast saman um tvo þriðju hluta frá 2007 þegar það var 1.200 milljarðar dollara niður í 363 milljarða dollara í ár. Samdráttur í fjármagnsflæði til þróunarríkjanna mun grafa undan fjárfestingu í þeim löndum, sér í lagi á fjárfestingarvörum, en það er sá geiri sem hefur orðið hvað verst úti í kreppunni. Minni fjárfestingar í þróunar- og nýmarkaðslöndunum leiða svo til samdráttar í útflutningi iðnríkjanna. Það sé því í raun hagur iðnríkjanna að verja hagkerfi þróunar- og nýmarkaðslandanna.
Markaðir Mest lesið „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira