Enski boltinn

Aron Einar ekki með gegn San Marínó - óvíst með Suður-Afríku

Ómar Þorgeirsson skrifar
Aron Einar Gunnarsson.
Aron Einar Gunnarsson. Mynd/Vilhelm

Miðjumaðurinn Aron Einar Gunnarsson hjá Coventry getur ekki leikið með U-21 árs landsliði Íslands gegn San Marínó í undankeppni EM 2011 í leik þjóðanna sem fram fer á föstudag.

„Ég fór í skoðun í gær og í dag og það er eitthvað að brjóskinu í hnénu á mér og það er búið að vera að trufla mig síðustu vikur. Læknarnir lögðu til að ég myndi hvílast í viku eða svo og ég þurfti því alla vega að draga mig út úr leiknum með U-21 árs liðinu.

Ég kem heim á sunnudag og þá kemur í ljós hvort ég verði klár fyrir leikinn með a-landsliðinu á móti Suður-Afríku," segir Aron Einar í viðtali við Vísi.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×