Viðskipti innlent

Gengi bréfa Marel fellur um tæp þrjú prósent

Úr framleiðslusal Marel Food Systems.
Úr framleiðslusal Marel Food Systems.

Gengi hlutabréfa í Marel Food Systems hefur fallið um 2,98 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins á hlutabréfamarkaði. Á sama tíma hefur gengi bréfa í Færeyjabanka hækkað um 0,83 prósent.

Greint var frá því á föstudag að Marel hafi keypt eina milljón eigin hluta á genginu 44 krónur á hlut til endursölu til erlendra og innlendra lykilstarfsmanna. Áður hafði Theo Hoen, nýr forstjóri félagsins, keypt eina milljón hluta í félaginu.

Gamla Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,28 prósent og stendur hún í 215 stigum.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×