Cherie Blair ráðin til að lögsækja RBS og sir Fred Goodwin 16. mars 2009 15:08 Cherie Blair, fyrrum forsætisráðherrafrú Bretlands, hefur verið ráðin til að stjórn lögsókn gegn Royal Bank of Scotland (RBS) og sir Fred „The Shred" Goodwin fyrrum forstjóra bankans. Það voru eftirlaunasjóðir sveitarstjórna North Yorkshire og Merseyside sem fengu Cherie til liðs við sig en lögsóknin byggir á því að sir Fred hafi blekkt sjóðina til þess að halda að RBS stæði á traustum fótum þegar bankinn í raun riðaði til falls vegna skuldsetningar og ótraustra útlána. Cherie, sem í vinnu sinni ber eftirnafnið Booth og titilinn QC, segir að hún hafi tekið að sér málið vegna þess gífurlega taps sem sveitarstjórnir og aðrar stofnanir í Bretlandi hafa orðið fyrir sem stórir fjárfestar í RBS. Málið verður sótt í Bandaríkjunum þar sem um hóplögsókn er að ræða. Mun auðveldara er að hefja slíka lögsókn vestan hafs en í Bretlandi. Og þar sem töluvert stór hluti starfsemi RBS var í Bandaríkjunum er ekkert því til fyrirstöðu að frú Booth QC reki málið fyrir dómstóli í New York þar sem málið hefur þegar verið þingfest. Að sögn blaðsins The Times er reiknað með að fleiri en fyrrgreindir sjóðir muni gerast aðilar að lögsókninni. Mest lesið „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Cherie Blair, fyrrum forsætisráðherrafrú Bretlands, hefur verið ráðin til að stjórn lögsókn gegn Royal Bank of Scotland (RBS) og sir Fred „The Shred" Goodwin fyrrum forstjóra bankans. Það voru eftirlaunasjóðir sveitarstjórna North Yorkshire og Merseyside sem fengu Cherie til liðs við sig en lögsóknin byggir á því að sir Fred hafi blekkt sjóðina til þess að halda að RBS stæði á traustum fótum þegar bankinn í raun riðaði til falls vegna skuldsetningar og ótraustra útlána. Cherie, sem í vinnu sinni ber eftirnafnið Booth og titilinn QC, segir að hún hafi tekið að sér málið vegna þess gífurlega taps sem sveitarstjórnir og aðrar stofnanir í Bretlandi hafa orðið fyrir sem stórir fjárfestar í RBS. Málið verður sótt í Bandaríkjunum þar sem um hóplögsókn er að ræða. Mun auðveldara er að hefja slíka lögsókn vestan hafs en í Bretlandi. Og þar sem töluvert stór hluti starfsemi RBS var í Bandaríkjunum er ekkert því til fyrirstöðu að frú Booth QC reki málið fyrir dómstóli í New York þar sem málið hefur þegar verið þingfest. Að sögn blaðsins The Times er reiknað með að fleiri en fyrrgreindir sjóðir muni gerast aðilar að lögsókninni.
Mest lesið „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira