Hugsum bara um sigur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 17. júní 2009 07:00 Guðmundur tók virkan þátt í leiknum á sunnudag og verður án vafa álíka líflegur á hliðarlínunni í dag. Mynd/Valli Íslenska landsliðið getur tryggt sig inn á EM í dag með því að sigra eða ná jafntefli gegn Makedóníumönnum. Tapi liðið leiknum er draumurinn um að komast á EM samt ekki úti þar sem sigur ytra gegn Eistlandi dugar liðinu. Strákarnir voru grátlega nálægt því að tryggja sætið um síðustu helgi gegn Norðmönnum. Eftir frábæran leik missti liðið unninn leik niður í jafntefli. Það voru mikil vonbrigði. „Maður verður bara að sætta sig við þetta en þetta var eins og að vera kýldur fast í andlitið," sagði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari og var bersýnilega enn svekktur að hafa ekki klárað dæmið á sunnudaginn síðasta. Hann segir strákunum hafa gengið vel að vinna með vonbrigðin og þeir verða tilbúnir í slaginn í kvöld að hans mati. Þar sé stefnan sett á sigur og ekkert annað. „Leikurinn gegn Makedóníumönnum verður enn meira spennandi fyrir vikið og þar af leiðandi skemmtilegra að spila hann. Það truflar okkur ekkert að vita að við megum tapa leiknum. Það eina sem við hugsum um er að vinna leikinn og tryggja sætið," sagði Guðmundur sem vill vinna riðilinn svo Ísland eigi möguleika á að komast í efsta styrkleikaflokk þegar dregið verður í riðla á EM. Eins og er búið að margtyggja þá hefur íslenska liðið verið einstaklega óheppið með meiðsli og frammistaða liðsins í riðlakeppninni hefur komið þægilega á óvart í ljósi alls mótlætisins. „Það á það til að gleymast í umræðunni. Eins og á móti Noregi voru vonbrigði að gera jafntefli en það má ekki gleyma því að leikurinn var vel leikinn lengstum af okkar hálfu og ég var virkilega ánægður með margt í leiknum," sagði Guðmundur en strákarnir þurfa að eiga annan góðan leik í dag til þess að leggja sterkt lið Makedóníu. „Ég skora á fólk að koma og troðfylla Höllina. Við þurfum á mjög öflugum stuðningi eins og hefur verið á þessum 17. júní leikjunum. Svo held ég að fólk verði ekki svikið af því að mæta og taka þátt í fjörinu," sagði Guðmundur Guðmundsson að lokum. Aron Pálmarsson verður líklega ekki með liðinu í dag vegna meiðsla en Snorri Steinn Guðjónsson mun geta beitt sér en hann kom mjög sterkur inn í leiknum gegn Norðmönnum. Íslenski handboltinn Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Járnkona sundsins kveður Sport Fleiri fréttir Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Sjá meira
Íslenska landsliðið getur tryggt sig inn á EM í dag með því að sigra eða ná jafntefli gegn Makedóníumönnum. Tapi liðið leiknum er draumurinn um að komast á EM samt ekki úti þar sem sigur ytra gegn Eistlandi dugar liðinu. Strákarnir voru grátlega nálægt því að tryggja sætið um síðustu helgi gegn Norðmönnum. Eftir frábæran leik missti liðið unninn leik niður í jafntefli. Það voru mikil vonbrigði. „Maður verður bara að sætta sig við þetta en þetta var eins og að vera kýldur fast í andlitið," sagði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari og var bersýnilega enn svekktur að hafa ekki klárað dæmið á sunnudaginn síðasta. Hann segir strákunum hafa gengið vel að vinna með vonbrigðin og þeir verða tilbúnir í slaginn í kvöld að hans mati. Þar sé stefnan sett á sigur og ekkert annað. „Leikurinn gegn Makedóníumönnum verður enn meira spennandi fyrir vikið og þar af leiðandi skemmtilegra að spila hann. Það truflar okkur ekkert að vita að við megum tapa leiknum. Það eina sem við hugsum um er að vinna leikinn og tryggja sætið," sagði Guðmundur sem vill vinna riðilinn svo Ísland eigi möguleika á að komast í efsta styrkleikaflokk þegar dregið verður í riðla á EM. Eins og er búið að margtyggja þá hefur íslenska liðið verið einstaklega óheppið með meiðsli og frammistaða liðsins í riðlakeppninni hefur komið þægilega á óvart í ljósi alls mótlætisins. „Það á það til að gleymast í umræðunni. Eins og á móti Noregi voru vonbrigði að gera jafntefli en það má ekki gleyma því að leikurinn var vel leikinn lengstum af okkar hálfu og ég var virkilega ánægður með margt í leiknum," sagði Guðmundur en strákarnir þurfa að eiga annan góðan leik í dag til þess að leggja sterkt lið Makedóníu. „Ég skora á fólk að koma og troðfylla Höllina. Við þurfum á mjög öflugum stuðningi eins og hefur verið á þessum 17. júní leikjunum. Svo held ég að fólk verði ekki svikið af því að mæta og taka þátt í fjörinu," sagði Guðmundur Guðmundsson að lokum. Aron Pálmarsson verður líklega ekki með liðinu í dag vegna meiðsla en Snorri Steinn Guðjónsson mun geta beitt sér en hann kom mjög sterkur inn í leiknum gegn Norðmönnum.
Íslenski handboltinn Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Járnkona sundsins kveður Sport Fleiri fréttir Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Sjá meira