Gengi hlutabréfa í Straumi hefur hækkað um 1,18 prósent í Kauphöllinni í byrjun dags. Þetta er eina hreyfingin það sem af er.
Gamla Úrvalsvísitalan (OMXI15) hefur hækkað um 0,27 prósent og stendur hún í 265 stigum. Nýja vísitalan (OMXI6) hefur hækkað um 0,4 prósent og stendur í tæpum 818 stigum.